Henný Júlía Herbertsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 9. ágúst 2022 kl. 14:20 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. ágúst 2022 kl. 14:20 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Henný Júlía Herbertsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Henný Júlía Herbertsdóttir húsfreyja, skrifstofustjóri fæddist 14. maí 1952 í Núpsdal við Brekastíg 18.
Foreldrar hennar voru Herbert Jóhann Sveinbjörnsson frá Núpsdal, bifvélavirki, f. 9. júlí 1925, d. 12. janúar 1984, og kona hans Sigríður Þóra Helgadóttir frá Seljalandsseli u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 3. september 1926, d. 4. mars 2022.

Börn Sigríðar og Herberts:
1. Guðlaug Helga Herbertsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 5. október 1946 í Núpsdal. Maður hennar Guðmundur Þ. Halldórsson.
2. Henný Júlía Herbertsdóttir húsfreyja, skrifstofustjóri, f. 14. maí 1952 í Núpsdal. Maður hennar Reynir Sigurjónsson.
3. Ágústa Benný Herbertsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, býr í Kópavogi, f. 25. september 1956 á Hólagötu 4. Maður hennar Eyþór Björgvinsson.
4. Gunnar Herbertsson vélaverkfræðingur, f. 30. maí 1958 á Hólagötu 4. Kona hans Sigrún Einarsdóttir.

Henný var með foreldrum sínum, en þau skildu, er hún var níu ára. Hún flutti til lands með móður sinni. Þær dvöldu fyrst hjá móðurforeldrum hennar í Seljalandsseli u. Eyjafjöllum, bjuggu síðan á Rauðalæk í Holtum og í Þorlákshöfn.
Henný var í barnaskólum á Seljalandi, í Laugalandsskóla í Holtum, aftur á Seljalandsskóla, þá grunnskólanum í Þorlákshöfn, en lauk landsprófi í Héraðsskólanum í Skógum 1969.
Henný var nemandi í Kennaraskólanum einn vetur. Hún nam myndlist á námskeiðum.
Henný vann hjá Slippfélaginu í Reykjavík 1970-1980, var skrifstofumaður, m.a. hjá Vegagerðinni, á lögmannsstofu, hjá Lífeyrissjóði tæknifræðinga, Frjálsa fjáfestingabankanum.
Henný hóf störf hjá Hlíðaskóla í Reykjavík, var skrifstofustjóri þar frá 2004 til starfsloka vegna aldurs 2019.
Þau Reynir giftu sig 1972, eignuðust tvö börn. Þau búa í Garðabæ.

I. Maður Hennýjar Júlíu, (17. júní 1972), er Reynir Sigurjónsson viðskiptafræðingur frá Málmey.
Börn þeirra:
1. Heiður Reynisdóttir mannauðsstjóri, f. 1. október 1972. Barnsfaðir hennar Einar Skúlason. Furrum sambúðarmaður Yngvi Kristinn Jónsson.
2. Sigríður Reynisdóttir skrifstofustjóri í London, f. 1. janúar 1981. Sambúðarmaður Michael Erinfolami.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.