Ágústa Benný Herbertsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ágústa Benný Herbertsdóttir.

Ágústa Benný Herbertsdóttir hjúkrunarfræðingur, verkefnisstjóri fæddist 25. september 1956 að Hólagötu 4.
Foreldrar hennar voru Herbert Jóhann Sveinbjörnsson frá Núpsdal, bifvélavirki, f. 9. júlí 1925, d. 12. janúar 1984, og kona hans Sigríður Þóra Helgadóttir frá Seljalandsseli u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 3. september 1926, d. 4. mars 2022.

Börn Sigríðar og Herberts:
1. Guðlaug Helga Herbertsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 5. október 1946 í Núpsdal. Maður hennar Guðmundur Þ. Halldórsson.
2. Henný Júlía Herbertsdóttir húsfreyja, skrifstofustjóri, býr í Garðabæ, f. 14. maí 1952 í Núpsdal. Maður hennar Reynir Sigurjónsson.
3. Ágústa Benný Herbertsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, býr í Kópavogi, f. 25. september 1956 á Hólagötu 4. Maður hennar Eyþór Björgvinsson.
4. Gunnar Herbertsson vélaverkfræðingur, f. 30. maí 1958 á Hólagötu 4. Kona hans Sigrún Einarsdóttir.

Ágústa var með foreldrum sínum á Hólagötu 4, en þau skildu, er hún var um fimm ára. Hún var með móður sinni hjá móðurforeldrum í Seljalandsseli u. Eyjafjöllum, á Rauðalæk í Holtum og í Þorlákshöfn.
Hún varð stúdent í Menntaskólanum við Tjörnina 1976, tók B.Sc.-próf í hjúkrunarfræði í Háskóla Íslands 1980.
Ágústa var hjúkrunarfræðingur á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi 1980-1981, á Heilsugæslustöðinni á Seltjarnarnesi 1987-1988, stundakennari í heilsugæslu í Háskóla Íslands, hjúkrunarfræðingur á hjartadeild Borgarspítalans 1981-1982, öldrunardeild júní-desember 1986, var verkefnastjóri hjá hjúkrunarforstjóra Borgarspítalans 1989 til sameiningar við Landspítann árið 2000. Hún var verkefnastjóri á hag- og upplýsingadeild Landspítalans um skeið, var verkefnastjóri hjá Landlæknisembættinu 2008-2010 og sat í færni- og heilsumatsnefnd Velferðarráðuneytisins 2008-2017.
Ágústa var varamaður í stjórn F.H.H. frá janúar 1988-um 1994.
Þau Eyþór giftur sig 1976, eignuðust þrjú börn.
Eyþór lést 2021.

I. Maður Ágústu Bennýjar, (26. júní 1976), var Eyþór Björgvinsson röntgenlæknir, f. 31. mars 1953 á Seyðisfirði, d. 22. júlí 2021. Foreldrar hans Ásmundur Björgvin Jónsson kaupfélagsstjóri, útgerðarmaður, alþingismaður, f. 15. nóvember 1925, d. 23. nóvember 1997 og kona hans Ólína Þorleifsdóttir húsfreyja, síðar verslunarmaður í Reykjavík, f. 17. mars 1927.
Börn þeirra:
1. Eyþór Ingi Eyþórsson viðskiptafræðingur hjá Íslandsbanka, f. 2. ágúst 1979. Sambúðarkona hans Inga Rúnarsdóttir Bachmann.
2. Ásta Eyþórsdóttir húsfreyja, líffræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, f. 3. apríl 1982, ógift.
3. Finnur Már Eyþórsson flugvirki, f. 27. ágúst 1994. Sambúðarkona hans er Björg Ósk Gunnarsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Ágústa Benný.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.
  • Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.