Kristmann Þór Einarsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. júlí 2022 kl. 11:45 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. júlí 2022 kl. 11:45 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Kristmann Þór Einarsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Kristmann Þór Einarsson.

Kristmann Þór Einarsson frá Rauðafelli við Vestmannabraut 58b, húsasmiðameistari fæddist þar 5. janúar 1945 og lést 22. maí 2022 á Hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Einar Ingvarsson frá Berjanesi í V.-Landeyjum, f. 22. ágúst 1922, d. 13. apríl 1999, og barnsmóðir hans Fjóla Ágústsdóttir frá Rauðafelli, f. 22. janúar 1927.
Kristmann Þór ólst upp í Reykjavík hjá móðurforeldrum sínum, þeim Kristmanni Ágústi Runólfssyni og Þórunni Guðmundsdóttur á Barónsstíg 63.

Hann lærði húsgagnasmíði og síðan húsasmíði í Iðnskólanum í Reykjavík, öðlaðist meistararéttindi, vann m.a. við byggingu Tollstöðvarinnar, Kaupgarðs og fleiri stórhýsa. Einnig vann hann við stækkun Mjólkárvirkjunar. Hann starfrækti skerpingaverkstæði í um fjóra áratugi í Skeifunni í Reykjavík og síðar á Smiðjuveginum í Kópavogi.

I. Kona Kristmanns Þórs, skildu, er Gerður Guðmundsdóttir, f. 1. apríl 1945.
Barn þeirra:
1. Guðný Þórunn Kristmannsdóttir listmálari á Akureyri, f. 12. september 1965. Maður hennar Sigurjón Jóhannsson.

II. Barnsmóðir Kristmanns Þórs er Elísabet Birna Elísdóttir, f. 11. ágúst 1953.
Barn þeirra:
2. Elísa Kristmannsdóttir viðskiptafræðingur, deildarstjóri fjármála hjá Strætisvögnum Reykjavíkur, f. 19. maí 1973. Maður hennar Heimir Jóhannesson.

III. Kona Kristmanns Þórs, skildu, er Kristín S. Halldórsdóttir, f. 27. febrúar 1953.
Börn þeirra:
3. Halldór Kristmannsson fjárfestir, f. 8. júlí 1974. Kona hans Bryndís Fjóla Jóhannsdóttir.
4. Fanney Kristmannsdóttir Talseth, býr á Spáni, f. 21. mars 1976. Maður hennar Thor Talseth, norskrar ættar.
Stjúpsonur Kristmanns Þórs, sonur Kristínar S. Halldórsdóttur er
5. Steinþór Kristjánsson, f. 11. maí 1986.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.