Jóhanna Jóhannsdóttir Johnsen

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. febrúar 2024 kl. 11:17 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. febrúar 2024 kl. 11:17 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Jóhanna Jóhannsdóttir Johnsen.

Jóhanna Jóhannsdóttir Johnsen húsfreyja, einsöngvari, söngkennari fæddist 28. október 1908 á Möðruvöllum í Hörgárdal í Eyjafirðir og lést 8. október 1996.
Foreldrar hennar voru Jóhann Jóhannesson bóndi, f. 11. september 1863, d. 10. júní 1908, og kona hans Guðrún Skúladóttir húsfreyja, f. 3. maí 1867, d. 28. maí 1912.
Fósturmæður Jóhönnu voru afasystir hennar Marsilía Kristjánsdóttir á Akureyri og dóttir hennar Anna Magnúsdóttir.

Jóhanna lærði söng hjá Geir Sæmundssyni vígslubiskupi 1925-1927, nam í Konunglega Musikkonservatorium 1928-1931, próf 1931. Lærði í einkatímum hjá Dóru Sigurðsson 1927-1928, hjá Margarite Flor óperusöngkonu í Kaupmannahöfn í 6 mánuði 1931 og 1934, hjá W. Talvi raddeðlisfræði í Kaupmannahöfn 1937. Hún var óreglulegur nemandi í Leik- og óperuskóla Det Kgl. danske Teater.
Jóhanna var söngkennari í Kvennaskólanum í Reykjavík 1933-1937, söngþjálfari Góðtemplarakórsins 1939, í Gagnfræðaskólanum á Ísafirði 1947-1948, í Miðbæjarskólanum í Reykjavík 1951-1952 og kenndi meira og minna í einkatímum.
Jóhanna söng í óperettum, m.a. í Meyjaskemmunni, Bláu kápunni og Nitouche.
Hún hélt einsöngstónleika víða um land á árunum 1931-1936, sviðsetti og stjórnaði í samvinnu við Sunnukórinn á Ísafirði 1. þætti Meyjaskemmunnar á Ísafirði 1944.
Þau Baldur giftu sig 1936, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu m.a. í Danmörku, í Ögri við Ísafjarðardjúp, á Ísafirði, í Vestmannaeyjum og í Reykjavík.
Jóhanna lést 1996 og Baldur 2006.

I. Maður Jóhönnu, (11. apríl 1936), var Baldur Johnsen læknir, f. 24. október 1910, d. 7. febrúar 2006.
Börn þeirra:
1. Björn Baldurs Baldursson Johnsen læknir, f. 24. september 1936, d. 18. janúar 2018.
2. Sigfús Jóhann Johnsen jarðeðlisfræðingur, jöklafræðingur, prófessor, f. 23. apríl 1940, d. 5. júní 2013.
3. Skúli Guðmundur Johnsen læknir, f. 30. september 1941, d. 8. september 2001.
4. Anna Jarþrúður Johnsen kennari, innanhússhönnuður, f. 13. janúar 1946.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.