Gyða Margrét Arnmundsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 10. júlí 2022 kl. 15:04 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. júlí 2022 kl. 15:04 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Gyða Margrét Arnmundsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Gyða Margrét Arnmundsdóttir.

Gyða Margrét Arnmundsdóttir kennari fæddist 28. júní 1952 á Brimhólabraut 6.
Foreldrar hennar voru Arnmundur Óskar Þorbjörnsson frá Reynifelli netagerðarmeistari, útgerðarmaður, f. þar 18. apríl 1922, d. 3. júlí 2014, og kona hans Kristín Karlsdóttir húsfreyja, f. 28. janúar 1921 á Norðfirði, d. 30. september 1997.

Börn Kristínar og Arnmundar:
1. Ásta Arnmundsdóttir kennari, f. 26. febrúar 1946 í Ártúni. Maður hennar er Sigurður Jónsson fyrrverandi bæjarfulltrúi, sveitarstjóri, bæjarstjóri, ritstjóri, kaupmaður.
2. Gyða Margrét Arnmundsdóttir húsfreyja, kennari f. 28. júní 1952 að Brimhólabraut 6. Maður hennar Viðar Már Aðalsteinsson byggingatæknifræðingur.

Gyða var með foreldrum sínum í æsku.
Hún tók landspróf í Gagnfræðaskólanum 1968, kennarapróf 1971 og stundaði sérkennaranám í Kennaraháskólanum 1999-2001.
Gyða vann við fiskiðnað, við fiskinet og á skrifstofu. Hún kenndi í Barnaskólanum 1974-1983, var stundakennari í Grunnskólanum á Suðureyri 1983-1986, rak sólbaðstofu í Reykjavík 1987-1988.
Hún flutti til Svíþjóðar 1988, var þar kennari við grunnskóla, kom heim 1997, var forstöðumaður Þroskahjálpar á Suðurnesjum til 1999, kenndi í Njarðvíkurskóla 1999-2005, var ráðgjafi og deildarstjóri á skólaskrifstofu Reykjanesbæjar 2005-2017, m.a. stóð Gyða að námskeiði um Logos forritið og notkun þess (sjá neðar). Gyða fór á eftirlaun 2017.
Ritstörf: Gyða og þrjár aðrar konur aðhæfðu íslensku máli og gáfu út 2008 tölvutækt lestrargreiningarforrit fyrir lesblind börn og unglinga, Logos, eftir Torleiv Hojen lestrarsérfræðing og prófessor í Stavanger í Noregi.

I. Maður Gyðu, (24. júlí 1971), er Viðar Már Aðalsteinsson byggingatæknifræðingur, f. 17. janúar 1949.
Börn þeirra:
1. Kristín Elva Viðarsdóttir sálfræðingur, f. 28. júlí 1973. Fyrrum maður hennar Sigurður Erlingsson. Fyrrum sambúðarkona hennar Díana Gunnarsdóttir.
2. Elínrós Viðarsdóttir þroskaþjálfi í Svíþjóð, f. 13. janúar 1976. Maður hennar Alberto Budiscin.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Gyða.
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.