Stóri-Gjábakki

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 2. júlí 2007 kl. 10:31 eftir Johanna (spjall | framlög) Útgáfa frá 2. júlí 2007 kl. 10:31 eftir Johanna (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Gjábakki

Húsið Stóri Gjábakki stóð við Bakkastíg 8. Gjábakkajarðirnar voru tvær, Gjábakki-eystri og Gjábakki-vestri. Árið 1909 fékk Jón Einarsson kaupmaður byggingu fyrir jörðinni að Gjábakka-vestri. Hann byggði myndarlegt timburhús við Bakkastíginn, nokkru vestar og var það hús nr. 8. Þetta hús var í daglegu tali oftast nefnt Stóri Gjábakki og gamla húsið, Gjábakki-vestri, kallað Litli Gjábakki til aðgreiningar.

Á Stóra Gjábakka bjuggu lengi Ásmundur Guðjónsson, umboðsmaður Olís í Eyjum, oftast kallaður Ásmundur greifi, og kona hans, Anna Friðbjarnardóttir, þekktari sem Bíbí. Einn sona þeirra, Atli, sem einnig gekk undir „greifanafninu“, er ræðismaður Íslands í Kanada.

Stóri Gjábakki fór undir hraun í gosinu 1973 en þá bjuggu þar Björgvin Ólafsson og kona hans, Ásdís Erna Guðmundsdóttir, ásamt dóttur þeirra og Sigurði, fóstra Ásdísar. Ennfremur bjuggu þar Sveinn Þorsteinsson frá Gunnarshólma og Guðrún Eyland.


Heimildir