Atli Ásmundsson
Atli Ásmundsson, sendiherra, kennari fæddist 22. maí 1943.
Foreldrar hans Ásmundur Guðjónsson, forstjóri, f. 31. desember 1903, d. 12. júní 1964, og kona hans Anna Friðbjarnardóttir, húsfreyja, íþróttakennari, f. 15. ágúst 1921, d. 27. september 2017.
Atli lauk landsprófi 1959 og stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni 1963. Las ensku, sögu og heimspeki í eitt ár við Edinborgarháskóla í Skotlandi.
Hann vann eins og aðrir unglingar í Eyjum í frystihúsum
og reri á bátum þar, fékkst við kennslu í nokkur ár og vann ýmis önnur störf, sá meðal annars um alþjóðasamskipti og verkefnastjórnun fyrir framsóknarflokkinn.
Hann var ráðinn í utanríkisþjónustuna 1995 og sá um samskipti við fjölmiðla, var í Landafundanefnd, sem skipulagði hundruð atburða í Norður Ameríku á árinu 2000, var einnig í stjórn Iceland Naturally um árabil. Atli hafði með málefni Vestur-Íslendinga að gera í utanríkisráðuneytinu frá 1995-2003.
Hann var skipaður aðalræðismaður í Winnipeg frá 1. janúar 2004 og gegndi því starfi til 1. júní 2013.
Eftir starfslok flutti Atli um 60 erindi um Vesturfara,víða um Ísland.
Þau Þrúður giftu sig, eignuðust ekki börn. Þau búa í Garðabæ.
I. Kona Atla er Þrúður Helgadóttir, húsfreyja, f. 10. maí 1944. Foreldrar hennar Helgi Hanneson, kaupfélagsstjóri, f. 23. júní 1896, d. 23. apríl 1989, og Margrét Sigurðardóttir, húsfreyja, f. 22. júlí 1917, d. 3. mars 1987.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Atli.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.