Hvalir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. ágúst 2007 kl. 15:01 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. ágúst 2007 kl. 15:01 eftir Daniel (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Háhyrningar við Vestmannaeyjar
Spendýr
Landdýr
Sjávarspendýr

Hvalir eru nokkuð algengir í sjónum við Vestmannaeyjar enda er þar fjöldi gjöfulla fiskimiða sem hvalurinn sækir í. Hvalirnir eru nokkuð hreyfanlegir og virðast fylgja fiskigöngum.

Mest áberandi er háhyrningurinn. Hann er nokkuð staðbundinn, heldur sig við Eyjar allt árið og sækir í bolfiskinn. Mest er hann áberandi síðsumars eða snemma hausts er hann fylgir síldartorfunum eftir. Háhyrningar sjást yfirleitt í hópum sem í eru 5-25 dýr. Hnýðingur og hnísa eru einnig nokkuð staðbundnir hvalir við Eyjar. Þeir eru þar allt árið og lifa m.a. á bolfiski og loðnu. Á vetrarvertíð er algengt að fá þessar tegundir í veiðafærin og er þannig vitað af tilveru hnísu en erfitt getur verið að koma auga á hana enda er hún lítið áberandi á yfirborði sjávar. Um hrefnu er ekki mikið vitað en vitað er að hún heldur sig við Eyjar og er talið að hún elti smáfiskinn. Hnúfubakur sést einnig við Eyjarnar. Hann er skíðishvalur og étur smáfisk á borð við loðnu og síli. Hnúfubakurinn fylgir því sérstaklega loðnugöngum að talið er. Af öðrum hvalategundum sést ekki mikið við Eyjarnar en ekki langt undan, eða suðvestan og suðaustan við Heimaey, er langreyður og sandreyður.

Margar sögur eru til af návígi manna við hvali. Sérstaklega á það við um fiskimenn sem lenda í hvölum. Hér fyrr á tímum voru hvalir, stórfiskar, hættulegir árabátunum og eru dæmi um að þeir hafi grandað bátum. Nokkurs konar þjóðsaga gekk manna á milli um stórfiskinn Létti. Bar hann önnur nöfn einnig, kallaður Stökkullinn og Rauðkembingurinn. Árni Árnason lýsir þessari skepnu sem „ljósleitri á hliðinni og sennilega allt að 16 eða 18 álnir á lengd“ (allt að 10 m). Lenti hann í átökum við svona skepnu í sínum fyrsta veiðitúr árið 1913. Ekki mátti bölva eða formæla Létti á sjónum, en „hann skilur það... og heyrir allra dýra bezt.“


Heimildir