Unnur Kristín Björnsdóttir
Unnur Kristín Björnsdóttir frá Hörðuvöllum í Hafnarfirði, húsfreyja fæddist þar 7. ágúst 1926 og lést 25. desember 2010 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Björn Maríus Hansson skipstjóri, f. 16. janúar 1898, d. 14. ágúst 1966, og kona hans Sigurborg Magnúsdóttir húsfreyja, f. 24. febrúar 1896, d. 15. maí 1961.
Unnur var með foreldrum sínum í æsku, á Hörðuvöllum og síðar Suðurgötu 28.
Þau Guðlaugur giftu sig 1944, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Bjarmahlíð við Brekastíg 26 1943, á Brimhólabraut 5, en á Gimli við Kirkjuveg 17 1972. Þau fluttu úr bænum við Gos, bjuggu í Hveragerði og Keflavík, en að síðustu á Eyjahrauni 7 í Eyjum.
Guðlaugur lést 2002.
Kristín dvaldi að síðustu í Hraunbúðum. Hún lést 2010.
I. Maður Unnar, 1. janúar 1944), var Guðlaugur Kristinn Kristófersson verslunarmaður, kaupmaður, tónlistarmaður frá Bjarmahlíð, f. 25. desember 1922 á Oddsstöðum, d. 24. júlí 2002.
Börn þeirra:
1. Ragnar Þorkell Guðlaugsson flugvirki, f. 22. ágúst 1943. Fyrri kona hans Nancy Ellen Guðlaugsson. Síðari kona hans Shirley Carnes.
2. Sigrún Guðlaugsdóttir viðskiptafræðingur, f. 11. október 1946 í Bjarmahlíð. Fyrrum maður hennar Oliver Patrick Buggle. Maður hennar Ellis Quintin.
3. Kristófer Þór Guðlaugsson skipstjóri, f. 24. mars 1950 á Brimhólabraut 5. Kona hans Þórunn Þorbjarnardóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 8. ágúst 2002. Minning Guðlaugs.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.