Sigrún Guðlaugsdóttir (Bjarmahlíð)
Sigrún Guðlaugsdóttir, viðskiptafræðingur fæddist 11. október 1946 í Bjarmahlíð við Brekastíg 26 og lést 3. maí 2016.
Foreldrar hennar voru Guðlaugur Kristinn Kristófersson, verslunarmaður, kaupmaður, rakarameistari, f. 25. desember 1922, d. 24. júlí 2002, og kona hans Unnur Kristín Björnsdóttir, húsfreyja, f. 7. ágúst 1926, d. 25. desember 2010.
Börn Unnar og Guðlaugs:
1. Ragnar Þorkell Guðlaugsson flugvirki, f. 22. ágúst 1943. Fyrri kona hans Nancy Ellen Guðlaugsson. Síðari kona hans Shirley Carnes.
2. Sigrún Guðlaugsdóttir viðskiptafræðingur, f. 11. október 1946 í Bjarmahlíð, d. 3. maí 2016. Fyrrum maður hennar Oliver Patrick Buggle. Maður hennar Ellis Quintin.
3. Kristófer Þór Guðlaugsson skipstjóri, f. 24. mars 1950 á Brimhólabraut 5, d. 11. nóvember 2023. Kona hans Þórunn Þorbjörnsdóttir.
Þau Oliver Patrick giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau skildu.
Þau Ellis giftu sig.
I. Maður Sigrúnar, skildu, er Oliver Patrick Buggle, f. 2. maí 1942 á Írlandi.
Börn þeirra:
1. Kevin Kristofer Oliversson, f. 2. ágúst 1968 í Bandaríkjunum. Maður hans Blær Ástríkur Stefán Ástuson Ástráðsson.
2. Terese Kristine Buggle, f. 28. október 1971.
II. Maður Sigrúnar er Ellis Quintin.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.