Ásdís Sævaldsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 31. mars 2022 kl. 11:36 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 31. mars 2022 kl. 11:36 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Ásdís Sævaldsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Ásdís Sævaldsdóttir húsfreyja, fjármálastjóri fæddist 5. ágúst 1962.
Foreldrar hennar voru Sævald Pálsson frá Þingholti, skipstjóri, f. 27. desember 1936, og kona hans Svava Friðgeirsdóttir frá Efra-Hvoli, húsfreyja, f. 4. júlí 1940, d. 9. janúar 2017.

Ásdís var með foreldrum sínum í æsku, á Hólagötu 30 og í Hrauntúni 46.
Hún varð fjármálastjóri Bergs ehf.
Þau Hallgrímur giftu sig, eignuðust fjögur börn. Þau búa við Túngötu 26.

I. Maður Ásdísar er Hallgrímur Tryggvason vélvirkjameistari, f. 9. nóvember 1952.
Börn þeirra:
1. Anna Rós Hallgrímsdóttir skólastjóri Grunnskólans í Eyjum, f. 17. desember 1981. Maður hennar Páll Þorvarður Hjarðar.
2. Halla Björk Hallgrímsdóttir húsfreyja, fjármálastjóri í Eyjum, f. 5. september 1985. Maður hennar Karl Haraldsson.
3. Sævald Páll Hallgrímsson framkvæmdastjóri, f. 27. ágúst 1986. Kona hans Fjóla Ríkharðsdóttir.
4. Einar Ottó Hallgrímsson sjómaður, stýrimaður í Eyjum, f. 26. september 1992. Kona hans Halla Björk Snædal Jónsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.