Jón Trausti Haraldsson
Jón Trausti Haraldsson frá Hrauntúni 35, vélvirkjameistari í Reykjavík fæddist 16. febrúar 1961 og lést 31. mars 2010.
Foreldrar hans voru Haraldur Traustason skipstjóri, útgerðarmaður, f. 22. nóvember 1939 í Garðshorni við Heimagötu 40, d. 13. júní 1993, og kona hans Edda Tegeder húsfreyja, f. 7. apríl 1939 í Bremerhaven í Þýskalandi.
Börn Eddu og Haraldar:
1. Þóranna Haraldsdóttir húsfreyja, starfsmaður við heimilishjálp, f. 30. janúar 1958. Sambýlismaður hennar var Óskar Einarsson.
2. Hermann Haraldsson skipatæknifræðingur, f. 17. desember 1959. Kona hans er Brynhildur Jakobsdóttir.
3. Jón Trausti Haraldsson vélvirkjameistari í Reykjavík, f. 16. febrúar 1961, d. 31. mars 2010. Sambýliskona hans, skildu, er Valborg Elín Kjartansdóttir.
4. Haraldur Haraldsson, sjómaður, vélstjóri f. 17. apríl 1962. Sambýliskona hans er Sæunn Helena Guðmundsdóttir.
Jón var með foreldrum sínum í æsku, með þeim á Hrauntúni 35 við Gos.
Hann nam vélstjórn og vann við hana á sjó í nokkur ár, lærði síðan vélvirkjun og varð meistari, vann við Skipalyftuna um árabil.
Þau Valborg Elín eignuðust þrjú börn, bjuggu á Brekkugötu 1 1986, en skildu 2008.
Jón Trausti fluttist til Reykjavíkur, bjó að Þórðarsveig 34.
Hann lést 2010, grafinn í Eyjum.
I. Sambýliskona Jóns Trausta, skildu, er Valborg Elín Kjartansdóttir húsfreyja, hárgreiðslumeistari, f. 7. október 1967.
Börn þeirra:
1. Guðmundur Heinrich Jónsson rafmagnstæknifræðingur, f. 8. október 1985 í Eyjum. Kona hans er Iryna Charnykh.
2. Sindri Jónsson tryggingamiðlari, f. 29. júní 1989 í Eyjum, ókv.
3. Haraldur Trausti Jónsson verslunarmaður, f. 25. október 1993 í Eyjum, ókv..
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 12. apríl 2010. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.