Helga Jónsdóttir eldri (Brekku)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. febrúar 2022 kl. 17:25 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. febrúar 2022 kl. 17:25 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Helga Jónsdóttir á Brekku og víðar, húsfreyja fæddist 23. apríl 1894 og lést 18. ágúst 1965.
Foreldrar hennar voru Jón Þorsteinsson frá Kolsholtshelli í Villingaholtshreppi í Flóa, járnsmiður í Garðbæ og á Brávöllum á Stokkseyri, f. 5. mars 1856, d. 4. nóvember 1916, og kona hans Kristín Þórðardóttir frá Mýrum í Villingaholtshreppi, húsfreyja, f. 3. júlí 1860, d. 8. nóvember 1912.

Helga var með foreldrum sínum í æsku, á Beinateigi á Stokkseyri 1901, Brávöllum 1910.
Þau Valdimar giftu sig 1918, eignuðust fjögur börn. Þau fluttust til Eyja 1918 með Kristínu Guðrúnu, bjuggu á Brekku 1920, á Vestmannabraut 72 við fæðingu Valdísar 1928, á Bergi við Bárustíg 4 1930 og Grímsstöðum á Skólavegi 27 við fæðingu Kolbrúnar 1935.
Fjölskyldan fluttist til Sandgerðis á síðari hluta fjórða áratugarins og síðan til Keflavíkur. Helga lést 1965 og Valdimar 1968.

I. Maður Helgu, (1918), var Valdimar Gíslason múrarameistari, f. 16. júlí 1895 í Nýjabæ í Sandvíkurhreppi, d. 17. júlí 1968.
Börn þeirra:
1. Kristín Guðrún Valdimarsdóttir matreiðslukona, f. 22. maí 1915 í Sigtúnum á Selfossi, síðar í Keflavík, d. 11. mars 1983. Maður hennar var Þórður Arnfinnsson, látinn.
2. Jón Arason Valdimarsson vélsmíðameistari, kennari í Keflavík, f. 5. febrúar 1922 á Brekku, d. 30. júní 2009. Kona hans var Guðrún Sigurðardóttir.
3. Gíslína Valdís Valdimarsdóttir, f. 21. febrúar 1928 á Vestmannabraut 72, síðast í Bandaríkjunum, d. 29. desember 1966. Maður hennar Leslie McKeen.
4. Kolbrún Valdimarsdóttir, f. 5. desember 1935 á Skólavegi 27, Grímsstöðum, d. 18. október 2007, húsfreyja, símavörður í Reykjavík. Fyrsti maður hennar var Gunnar Albertsson, annar maður hennar var Ólafur M. Jónsson, þriðji maður hennar var Alfreð Hjaltalín.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Múraratal og steinsmiða. 2. útgáfa, aukin. Þorsteinn Jónsson, Brynjólfur Ámundason. Þjóðsaga 1993.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.