Jón A. Valdimarsson (vélsmíðameistari)
Jón Arason Valdimarsson frá Brekku, vélsmíðameistari fæddist þar 5. febrúar 1922 og lést 30. júní 2009 á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði, Gull.
Foreldrar hans voru Valdimar Gíslason sjómaður, múrarameistari, f. 6. júlí 1895 í Nýjabæ í Sandvíkurhreppi, Árn., d. 17. júí 1968, og kona hans Helga Jónsdóttir húsfreyja, f. 23. apríl 1894 á Stokkseyri, d. 18. ágúst 1965.
Börn Helgu og Valdimars voru:
1. Kristín Guðrún Valdimarsdóttir matreiðslukona, f. 22. maí 1915 í Sigtúnum á Selfossi, síðar í Keflavík, d. 11. mars 1983. Maður hennar var Þórður Arnfinnsson
2. Jón Arason Valdimarsson vélsmíðameistari, kennari í Keflavík, f. 5. febrúar 1922 á Brekku, d. 30. júní 2009. Kona hans var Guðrún Sigríður Sigurðardóttir frá Árbæ.
3. Gíslína Valdís Valdimarsdóttir, f. 21. febrúar 1928 á Vestmannabraut 72, síðast í Bandaríkjunum, d. 29. desember 1966. Maður hennar Leslie McKeen.
4. Kolbrún Valdimarsdóttir, f. 5. desember 1935 á Skólavegi 27, Grímsstöðum, húsfreyja, símavörður í Reykjavík. Fyrsti maður hennar var Gunnar Albertsson, annar maður hennar var Ólafur M. Jónsson, þriðji maður hennar var Alfreð Hjaltalín.
Jón var með foreldrum sínum í æsku. Hann sat eitt haust í Gagnfræðaskólanum, sat í Kvöldskóla iðnaðarmanna 1938, var í Iðnskólanum í Keflavík 1945-1948, varð vélsmíðameistari.
Fjölskyldan fluttist úr bænum 1940, settist að í Sandgerði og í
Keflavík 1941. Að námi loknu vann Jón við iðn sína, átti og rak Vélsmiðjuna Smiðjan sf. frá 1951-1964, var með fiskverkun í 1 ár, vann í nokkrum vélsmiðjum, þar á meðal Vélsmiðju Njarðvíkur frá 1969-1977. Hann kenndi grunnteikningu í Iðnskólanum í Keflavík, var kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja frá 1977-1988, aðstoðarhúsvörður hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, gegndi starfi sem prófnefndarmaður málmiðnaðarmanna frá 1964, prófdómari frá 1969, skoðunarmaður Vélbátatrygginga Reykjaness frá 1964, formaður Iðnsveinafélags Keflavíkur frá 1952-1953.
Þau Guðrún giftu sig 1945, eignuðust fjögur börn.
Guðrún lést 2004 og Jón 2009.
I. Kona Jóns, (1. júní 1945), var Guðrún Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, verkakona, félagsmálafrömuður, f. 28. apríl 1925 í Eyjum, d. 18. júní 2004. Foreldrar hennar voru hjónin Guðbjörg Brynjólfsdóttir húsfreyja, f. 22. október 1897, d. 8. janúar 1980, og Sigurður Sigurðsson vélstjóri, f. 13. júní 1895, d. 21. febrúar 1984.
Börn þeirra:
1. Helgi Valdimar Jónsson, f. 1. mars 1946, d. 13. júní 1968. Kona hans var Dröfn Pétursdóttir.
2. Sigurbjörg Jónsdóttir húsfreyja í Vogum, f. 9. ágúst 1950. Maður hennar var Viðar Már Pétursson, látinn.
3. Ásdís Jónsdóttir húsfreyja í Michigan í Bandaríkjunum, f. 26. mars 1955. Fyrri maður hennar var Bradley David Dadles. Síðari maður hennar er Donald Schultz.
4. Guðbjörg Jónsdóttir húsfreyja í Keflavík, f. 9. mars 1958. Maður hennar er Þórður Ragnarsson.
Fóstursonur hjónanna:
5. Bjarni Valtýsson, f. 25. júní 1943. Kona hans var Esther Ólafsdóttir, látin. Sambýliskona Bjarna er Sigríður Dögg Guðmundsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 10. júlí 2009. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.