Valdimar Gíslason (múrari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Valdimar Gíslason.

Valdimar Gíslason sjómaður, múrari fæddist 6. júlí 1895 í Nýjabæ í Sandvíkurhreppi í Árn. og lést 17. júlí 1968 í Keflavík.
Foreldrar hans voru Gísli Guðmundsson bóndi, sjómaður, f. 1840 á Eiríksbakka á Skeiðum, drukknaði á Stokkseyrarsundi 20. mars 1897, og bústýra hans Valgerður Jónsdóttir, f. 6. janúar 1858 á Fossnesi í Gnúpv.hr., d. 31. maí 1949 í Eyjum.

Bróðir Valdimars var
Guðmundur Gíslason afgreiðslumaður, múrari, f. 19. október 1893, d. 14. maí 1972.

Valdimar var með móður sinni og Jónasi Jónssyni sambýlismanni hennar í Nýjabæ í Sandvíkurhreppi 1901 og 1910.
Þau Helga giftu sig 1918, fluttust til Eyja með Kristínu Guðríði á því ári, eignuðust fjögur börn, bjuggu á Brekku, á Vestmannabraut 72 og á Grímsstöðum, Skólavegi 27.
Valdimar var sjómaður í fyrstu, nam múrverk og fékk iðnbréf 1935. Fjölskyldan fluttist til Sandgerðis á síðari hluta fjórða áratugarins, síðan til Keflavíkur. Þar sat Valdimar í prófnefnd múrara og var formaður nefndarinnar 1949.
Hann var skipaður í freðfiskmatsnefnd 1944, skipaður í fasteignamatsnefnd í Keflavík. Hann var félagi í Iðnaðarmannafélagi Keflavíkur.
Helga lést 1965 og Valdimar 1968.

I. Kona Valdimars, (1918), var Helga Jónsdóttir húsfreyja, f. 23. apríl 1894, d. 18. ágúst 1965.
Börn þeirra:
1. Kristín Guðrún Valdimarsdóttir matreiðslukona, f. 22. maí 1915 í Sigtúnum á Selfossi, síðar í Keflavík, d. 11. mars 1983. Maður hennar var Þórður Arnfinnsson, látinn.
2. Jón Arason Valdimarsson vélsmíðameistari, kennari í Keflavík, f. 5. febrúar 1922 á Brekku, d. 30. júní 2009. Kona hans var Guðrún Sigurðardóttir.
3. Gíslína Valdís Valdimarsdóttir, f. 21. febrúar 1928 á Vestmannabraut 72, síðast í Bandaríkjunum, d. 29. desember 1966. Maður hennar Leslie McKeen.
4. Kolbrún Valdimarsdóttir, f. 5. desember 1935 á Skólavegi 27, Grímsstöðum, d. 18. október 2007, húsfreyja, símavörður í Reykjavík. Fyrsti maður hennar var Gunnar Albertsson, annar maður hennar var Ólafur M. Jónsson, þriðji maður hennar var Alfreð Hjaltalín.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Múraratal og steinsmiða. 2. útgáfa, aukin. Þorsteinn Jónsson, Brynjólfur Ámundason. Þjóðsaga 1993.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.