Sigurður Hjartarson (Hábæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 31. maí 2022 kl. 10:49 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 31. maí 2022 kl. 10:49 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Sigurður Hjartarson.

Sigurður Hjartarson frá Vík á Skagaströnd, sjómaður, bústjóri, bóndi fæddist 7. febrúar 1930 og lést 1. ágúst 2020.
Foreldrar hans voru Hjörtur Klemensson, f. 15. febrúar 1887 í Kurfi á Skagaströnd, d. 6. febrúar 1965, og Ásta Þórunn Sveinsdóttir, f. 21. júlí 1891 á Krákustöðum í Skagafirði, d. 30. desember 1960.

Sigurður var með foreldrum sínum til 10 ára aldurs, en fór þá að Tindum í Svínavatnshreppi til Sigurjóns Þorlákssonar og Guðrúnar Erlendsdóttur og var hjá þeim fram yfir fermingu.
Hann var vinnumaður í Áshildarholti í Skagafirði 1944-1945 og á Geitaskarði að mestu 1945-1949.
Sigurður var sjómaður í Reykjavík 1949-1955.
Hann var sjómaður í Eyjum 1956-1958, bjó á Hásteinsvegi 7 og síðan bústjóri hjá Helga Benediktssyni í Hábæ til 1961.
Þau Margrét Rósa hófu búskap í Eyjum, eignuðust sex börn. Þau bjuggu í Hábæ, fluttu að Brimilsvöllum í Fróðárhreppi á Snæfellsnesi 1961 og voru bændur þar, að Staðarbakka fluttu þau 1964 og bjuggu þar til 2020.
Sigurður lést 2020.

I. Kona Sigurðar er Margrét Rósa Kjartansdóttir frá Húsavík, húsfreyja, f. 25. febrúar 1936.
Börn þeirra:
1. Ólafur Sigurðsson, f. 6. júlí 1956. Fyrrum kona hans Edda Ársælsdóttir.
2. Ásta Sigurðardóttir, f. 5. janúar 1960. Fyrrum sambúðarmaður Júlíus Sigmar Konráðsson. Sambúðarmaður hennar Guðjón Vilhjálmsson Hjaltalín.
3. Hjörtur Sigurðsson, 3. ágúst 1961. Kona hans Eygló Kristjánsdóttir.
4. Guðlaug Sigurðardóttir, f. 7. ágúst 1963. Maður hennar Jóhannes Eyberg Ragnarsson.
5. Sveinbjörg Helga Sigurðardóttir, f. 6. júlí 1967.
6. Klemens Georg Sigurðsson, f. 9. maí 1973. Kona hans Halldóra Halldórsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.