Sigmar Georgsson (Vegbergi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. janúar 2022 kl. 16:30 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. janúar 2022 kl. 16:30 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Sigmar Georgsson (Vegbergi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Sigmar Georgsson frá Vegbergi við Skólaveg 32, verslunarstjóri, framkvæmdastjóri fæddist þar 1. apríl 1950.
Foreldrar hans voru Georg Skæringsson frá Rauðafelli u. Eyjafjöllum, verkamaður, smiður, húsvörður, f. þar 30. ágúst 1915, d. 16. mars 1988, og kona hans Sigurbára Júlía Sigurðardóttir frá Háarima í Þykkvabæ, Rang., húsfreyja, ræstitæknir, f. þar 31. júlí 1921, d. 3. september 2017.

Börn Sigurbáru og Georgs:
1. Kristín Georgsdóttir húsfreyja, umboðsmaður, f. 14. nóvember 1939. Maður hennar Ólafur Oddur Sveinbjörnsson, látinn.
2. Sigurður Georgsson skipstjóri, f. 1. mars 1941. Kona hans Guðný Fríða Einarsdóttir.
3. Þráinn Einarsson skrifstofustjóri, f. 20. nóvember 1942. Kona hans Svava Sigríður Jónsdóttir. Hann varð kjörsonur Einars Skæringssonar og Guðríðar Konráðsdóttur.
4. Skæringur Georgsson húsasmiður, skrifstofumaður, f. 2. maí 1944. Kona hans Sigrún Óskarsdóttir.
5. Vignir Georgsson stúdent, f. 6. maí 1946, d. 25. apríl 1968.
6. Guðfinna Georgsdóttir húsfreyja, f. 1. apríl 1950. Fyrrum maður hennar Óskar Kristinsson.
7. Sigmar Georgsson verslunarstjóri, f. 1. apríl 1950. Kona hans Edda Angantýsdóttir.
8. Ingimar Heiðar Georgsson bifreiðastjóri, f. 12. maí 1960. Kona hans Hjördís Inga Arnarsdóttir.

Sigmar var með foreldrum sínum í æsku.
Hann varð 4. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1967.
Sigmar öðlaðist kennsluréttindi í verslunarfræðum og prófdómararéttindi.
Hann sótti ýmis námskeið á árunum 1988-2009:
1. Verslunar- og stjórnunarnámskeið hjá Sláturfélagi Suðurlands,
2. Námskeið í gæðastjórnun og EAN strikamerkjaverkefni hjá Stjórnunarfélagi Íslands,
3. Fjögur námskeið hjá Öryggisskólanum ehf.,
4. Námskeið hjá Rannsóknarþjónustunni SÝN,
5. Námskeið fyrir stjórnendur og sölumenn hjá KAXMA ráðgjöf ehf.,
6. Leiðbeinendanámskeið fyrir matsaðila í verslunarfagnámi hjá Mími símenntun og námskeið í verslunarfræðum hjá Visku endurmenntun í Vestmannaeyjum.
7. Almennt tölvunámskeið hjá Námsflokkum Vestmannaeyja.
Sigmar var ráðinn verslunarstjóri hjá Kaupfélagi Vestmannaeyja í september 1967 og starfaði þar til 1976 að undanteknu tímabili í Hveragerði, þar sem hann stjórnaði útibúi Kaupfélags Árnesinga frá febrúar 1973 til janúar 1974. Hann réðst til Tangans þar sem hann var verslunarstjóri á stórmarkaði 1976-1991. Þá vann hann hjá Íþróttafélaginu Þór 1992-1993 við fjárhagslega uppbyggingu þess.
Hann stofnaði matvöruverslunina Vöruval ehf. 1993 og rak hana til 2000.
Þá stóð hann að uppbyggingu Hallarinnar með Grími Gíslasyni 1999, var framkvæmdastjóri, sá um stjórn á veislum og ráðstefnum þar og matvælaframleiðslu fyrirtækisins Grímur kokkur ehf. á tilbúnum skyndiréttum fyrir mötuneyti og matvöruverslanir.
Sigmar var verslunarstjóri í Krónunni 1. mars 2006 til 28. febrúar 2007, en síðan sölumaður og vann við afgreiðslu hjá verslunar- og raftækjavinnustofunni Geisla í eigu Faxa ehf. 2007 til starfsloka 2018. Þau Edda giftu sig 1972, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Vegbergi við Skólaveg 32 við Gos 1973, síðar Smáragötu 18 og á Grund við Kirkjuveg 31.

I. Kona Sigmars, (8. apríl 1972), er Edda Angantýsdóttir frá Hlaðbæ, húsfreyja, f. 1. apríl 1950.
Börn þeirra:
1. Sigríður Sigmarsdóttir húsfreyja, þroskaþjálfi, f. 13. júní 1973. Maður hennar Jón Valur Jónsson.
2. Harpa Sigmarsdóttir jarðfræðingur, f. 16. febrúar 1978. Maður hennar Baldvin Þór Svavarsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.