Sigurbjörn Guðmundsson (stýrimaður)
Sigurbjörn Guðmundur Guðmundsson sjómaður, stýrimaður, skrifstofumaður fæddist 8. maí 1936 í Eyjum og lést 4. október 2017 á Akranesi.
Foreldrar hans voru Guðmundur Kristjánsson frá Skoruvík á Langanesi, sjómaður, verkamaður, f. 25. október 1907, d. 5. september 1988, og kona hans, (skildu), Elín Böðvarsdóttir húsfreyja, f. 20. júní 1909 á Bólstað í Mýrdal, d. 16. nóvember 2002.
Sigurbjörn var með foreldrum sínum í fyrstu, en ólst upp hjá móðurforeldrum sínum í Mýrdal.
Hann stundaði nám í Skógaskóla 1951-1952, og síðar í Stýrimannaskólanum í Reykjavík, lauk hinu meira fiskimannaprófi þar 1962, farmannaprófi 1964, lauk prófi í sænskum sjórétti í Gautaborg 1968 og fékk dönsk skipstjórnarréttindi II. stigs 1973. Hann lærði einnig útgerðartækni í Tækniskólanum.
Sigurbjörn var tollvörður í Reykjavík 1959, en sjómaður stærstan hluta starfsævi sinnar, sigldi í mörg ár stýrimaður á dönskum og norskum farskipum og var stýrimaður á Akraborg, en síðustu 20 árin vann hann hjá Tryggingastofnun Ríkisins.
Þau Málfríður giftu sig 1959, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Faxastíg 37 við Gos 1973, fluttust til Akraness, bjuggu síðan 20 ár í Kópavogi, en fluttu til Akraness við starfslok.
Sigurbjörn lést 2017.
Málfríður býr við Þjóðbraut á Akranesi.
I. Kona Sigurbjarnar, (16. maí 1959), er Málfríður Ögmundsdóttir frá Litlalandi, húsfreyja, fulltrúi, f. 25. nóvember 1939.
Börn þeirra:
1. Elín Sigurbjörnsdóttir ljósmóðir, f. 8. apríl 1959. Maður hennar Sveinn Arnar Knútsson.
2. María Sigurbjörnsdóttir bankastarfsmaður, f. 6. mars 1960. Maður hennar Guðjón Pétur Pétursson.
3. Kristrún Sigurbjörnsdóttir kennari, f. 14. nóvember 1961. Fyrri maður hennar Daði Halldórsson, látinn. Sambúðarmaður hennar Stefnir Sigurjónsson.
4. Guðmundur Kristján Sigurbjörnsson starfsmaður Elkem, f. 25. september 1963. Kona hans Ásta Björk Arngrímsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 17. október 2017. Minning.
- Prestþjónustubækur.
- Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.