Björn Víkingur Þórðarson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 30. desember 2021 kl. 17:03 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. desember 2021 kl. 17:03 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Björn Víkingur Þórðarson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Björn Víkingur Þórðarson.

Björn Víkingur Þórðarson aðalgjaldkeri fæddist 10. júní 1931 í Þinghól við Kirkjuveg 19 og lést 8. júní 2016.
Foreldrar hans voru Þórður Benediktsson verkamaður, verkstjóri, alþingismaður, framkvæmdastjóri, f. 10. mars 1898 á Grenjaðarstað í S-Þing., d. 14. apríl 1982, og kona hans Anna Kamilla Sylvía Benediktsson, fædd Hansen, húsfreyja, f. 3. júlí 1900 í Danmörku, d. 4. desember 1997.

Systkini Björns:
1. (Svend Aage), Sveinn Áki, f. 1. ágúst 1922 í Danmörku, d. 16. ágúst 2011.
2. Ásta Benedikta, f. 18. júní 1924 í Sjómannahúsi (svo skráð), d. 12. júlí 2001.
3. Andvana stúlka, f. 24. janúar 1930, nefnd Regína.
4. Baldur, f. 20. september 1932 á Þorvaldseyri.

Björn fæddist í Þinghól og ólst upp á Þorvaldseyri og á Helgafellsbraut 19, Bolsastöðum og fluttist til Reykjavíkur með foreldrum sínum 1942.
Hann vann hjá Áfengis og tóbaksverslun Ríkisins í Reykjavík, sendisveinn og síðar aðalgjaldkeri.
Björn var kunnur skákmaður um áratugaskeið og var heiðursriddari hjá skákfélagi eldri borgara í Hafnarfirði.

I. Kona Björns Víkings, (31. desember 1967), var Guðmunda Inga Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1. júlí 1940. Foreldrar hennar voru Guðmundur Bjarnason, f. 14. janúar 1910, d. 21. febrúar 1999, og Sigurrós Rósinkarsdóttir, f. 2. maí 1913, d. 26. maí 1977.
Börn þeirra:
1. Anna Regína Björnsdóttir Nielsen, f. 21. febrúar 1968. Maður hennar Anders Guyla Weisz.
2. Þórður Björnsson, f. 9. október 1973. Kona hans Lísbet Alexandersdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.