Rottur

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. ágúst 2007 kl. 14:49 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. ágúst 2007 kl. 14:49 eftir Daniel (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Spendýr
Landdýr
Sjávarspendýr

Svartrottur námu land á Heimaey árið 1920 að talið er. Þær hafa m.a. flust hingað með skipum og farmi þeirra. Eitrað er fyrir rottum og þær veiddar í gildrur og hafa öll þrjú afbrigði svartrottunnar veiðst (rattus, alexandrinus, frugivorus), mest þó af frugivorus. Einnig hafa veiðst afbrigði af þessum tegundum og benda litabrigði til að þau séu afkvæmi alexandrinus og frugivorus (grá á baki og ljósbrún á kvið annars vegar og hins vegar grá á kvið og brún á bak). Svartrottur halda sig í mannabyggðum og sækja gjarnan í skip og báta.