Guðrún Jóna Reynisdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. desember 2021 kl. 14:43 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. desember 2021 kl. 14:43 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Guðrún Jóna Reynisdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Jóna Reynisdóttir húsfreyja fæddist 22. nóvember 1960 á Akranesi.
Foreldrar hennar voru Reynir Halldórsson bóndi í Skjaldartröð í Breiðavíkurhreppi, Snæf., f. 7. mars 1924 í Ytri-Tungu í Staðarsveit, Snæf., d. 1. desember 1977, og kona hans Guðrún Jóna Jónsdóttir húsfreyja, matráðskona, f. 13. febrúar 1925 á Öndverðarnesi, Snæf., d. 5. september 2008 á Akranesi.

Jóna var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Páll Arnar giftu sig 1978, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Búðarfelli við Skólaveg 8, en skildu.
Guðrún Jóna býr í Breiðuvík 13 í Reykjavík.

I. Maður Guðrúnar Jónu, (26. desember 1978, skildu), var Páll Arnar Georgsson vélstjóri, f. 4. mars 1958, d. 12. febrúar 2012.
Börn þeirra:
1. Reynir Halldórsson Pálsson sjómaður, stýrimaður, f. 24. september 1978. Fyrrum kona hans Jónína Gísladóttir.
2. Arndís Pálsdóttir bókari, fjármálastjóri, f. 18. mars 1982. Maður hennar Hörður Pálsson.

II. Maður Guðrúnar Jónu er Ágúst Stefán Ólafsson, f. 19. nóvember 1961. Foreldrar hans Ólafur Þórður Ágústsson verkamaður í Reykjavík, f. 13. maí 1935 á Sauðarkróki, d. 9. maí 2003, og kona hans Hrafnhildur Ásbjörnsdóttir, f. 16. janúar 1938.
Barn þeirra:
3. Aldís Eva Ágústsdóttir hárgreiðslumeistari, f. 18. desember 1991. Maður hennar Brynjar Gauti Guðjónsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.