Fríða Kristbjörg Hjálmarsdóttir (læknaritari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. nóvember 2021 kl. 16:31 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. nóvember 2021 kl. 16:31 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Fríða Kristbjörg Hjálmarsdóttir.

Fríða Kristbjörg Hjálmarsdóttir frá Faxastíg 2, húsfreyja, skrifstofumaður, ritari fæddist þar 4. febrúar 1935 og lést 23. september 2021 á Landakotsspíta.
Foreldrar hennar voru Hjálmar Eiríksson frá Vegamótum, skrifstofumaður, verslunarstjóri, f. 25. janúar 1900, d. 18. ágúst 1940, og kona hans Jóna Kristinsdóttir frá Steinakoti á Árskógsströnd í Eyjafirðir, ljósmóðir, f. 21. desember 1895, d. 27. október 1975.

Börn Jónu og Hjálmars:
1. Sigurbjörg deildarritari, f. 2. apríl 1923 á Vegamótum, d. 1. maí 2010, gift Viggó Einarssyni flugvirkja.
2. Eiríkur skrifstofumaður, f. 4. júlí 1924 á Stað, d. 5. september 1971, kvæntur Hlíf Erlendsdóttur frá Keflavík, látin.
3. Helga Ágústa aðalgjaldkeri á skrifstofu Ríkisspítalanna, f. 2. júlí 1927 á Heiðarbýli við Brekastíg 6, d. 7. júlí 2004, gift Árna Friðjónssyni skrifstofumanni.
4. Anna skrifstofumaður í Hafnarfirði, f. 16. desember 1929 á Kalmanstjörn við Vestmannabraut 3, gift Kristleifi Einarssyni eftirlitsmanni hjá Íslenzka Álfélaginu í Straumsvík.
5. Ása gjaldkeri hjá Áfengis- og tóbaksverzlun Ríkisins, f. 4. maí 1931 á Kalmanstjörn, d. 1. mars 2011, gift Hauki Ingimarssyni bifreiðasmið.
6. Fríða Kristbjörg læknaritari á Landspítalanum, f. 4. febrúar 1935 á Faxastíg 2, d. 23. september 2021, gift (skildu) Birgi Matthíasi Indriðasyni matsveini í Reykjavík.

Fríða var með foreldrum sínum fyrstu ár sín, en faðir hennar lést, er hún var fimm ára.
Hún flutti til Reykjavíkur með móður sinni 1948 og lauk þar skólagöngu sinni.
Fríða sneri til Eyja með eiginmanni og fjórum börnum sínum, vann á skrifstofu bæjarins og á rannsóknastofu Sjúkrahússins.
Hún flutti til Reykjavíkur 1979, var læknaritari á barnadeild og röntgendeild Landspítalans til starfsloka vegna aldurs.
Fríða var virk í Ferðafélaginu Útivist, sat í stjórn Kvenfélagsins Heimaeyjar í Reykjavík og stjórn eldri borgar hjá Korpúlfum. Auk þess var hún leiðsögumaður og skálavörður á vegum Útivistar á Básum í Þórsmörk og var fararstjóri.
Þau Birgir Matthías giftu sig 1955, eignuðust fjögur börn, en skildu. Þau bjuggu á Kirkjubæjarbraut 12.
Fríða lést 2021.

I. Maður Fríðu, (11. júní 1955, skildu 1980), var Birgir Matthías Indriðason, f. 31. mars 1936, d. 12. maí 2020. Foreldrar hans voru Indriði Ólafsson, f. 25. febrúar 1890, d. 24. maí 1966, og Ragna Matthíasdóttir, f. 24. desember 1897, d. 5. apríl 1981.
Börn þeirra:
1. Indriði Birgisson, f. 5. október 1955. Kona hans Elín Erna Steinarsdóttir.
2. Steinar Birgisson, f. 20. apríl 1957. Kona hans Guðrún Geirsdóttir.
3. Ragna Birgisdóttir, f. 14. apríl 1961. Maður hennar Jóhann Brandur Georgsson.
4. Gylfi Birgisson, f. 13. febrúar 1965. Kona hans Rósa Hrönn Ögmundsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Morgunblaðið 14. október 2021. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.