Rósa Eyjólfsdóttir (Norðurgarði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. mars 2007 kl. 21:46 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. mars 2007 kl. 21:46 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Lagfæringar og viðbót að beiðni Láru Höllu Jóhannesdóttur.)
Fara í flakk Fara í leit

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Rósa Eyjólfsdóttir


Rósa Eyjólfsdóttir húfreyja í Norðurgarði fæddist 10. desember 1857 á Hellisfjörubökkum í Vopnafirði og lést 6. janúar 1907 í Norðurgarði.

Ætt og uppruni

Foreldrar Rósu voru Eyjólfur bóndi á Hellisfjörubökkum í Vopnafirði, f. 24. september 1831 á Hraunfelli í Vopnafirði, d. 19. marz 1863, Björns bónda á Hraunfelli þar, f. 1773 á Sléttu í Reyðarfirði, d. 1846, Péturssonar og síðari konu Björns, Guðrúnar húsfreyju, f. 1800, d. 1866, Sveinsdóttur. Móðir Rósu og kona Eyjólfs var Anna Sigríður húsfreyja á Hellisfjörubökkum, f. 12. júlí 1831, Gríms bónda í Leiðarhöfn í Vopnafirði („Álfa-Gríms”) f. 1789, drukknaði 26. marz 1833, Grímssonar og síðari konu Gríms í Leiðarhöfn, Arndísar Hildibrandsdóttur frá Hofi í Fellum á Héraði, f. 1802.

Lífsferill

Rósa ólst upp á Vakurstöðum í Vopnafirði og var þar vinnukona 1880. Hún var vinnukona að Eiríksstöðum í Seyðisfirði, er hún giftist. Þau Finnbogi giftust 26. september 1885 og fluttist hún með honum og tveim börnum þeirra, Birni Þórarni og Ágústi Kristjáni, til Eyja 1888. Hún var húsfreyja á annasömu heimili. Hún lézt að Norðurgarði 6. janúar 1907.
Börn þeirra Finnboga voru:

  1. Björn Þórarinn, f. 7. desember 1885,
  2. Ágúst Kristján, f. 1. ágúst 1887,
  3. Stefán, f. 7. júlí 1889,
  4. Finnbogi, f. 11. maí (20. í pr.þj.b.) 1891,
  5. Árni Sigurjón, f. 16. desember (5. í pr.þj.bók) 1893.

Heimildir