Jóna Vilhjálmsdóttir (Bakkastíg)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 2. nóvember 2021 kl. 16:21 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 2. nóvember 2021 kl. 16:21 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jóna Guðríður Vilhjálmsdóttir húsfreyja á Bakkastíg 3, (Fúsahúsi) fæddist 28. september 1905 á Hamrahóli í Ásahreppi, Rang. og lést 5. júlí 1993.
Foreldrar hennar voru Vilhjálmur Gíslason bóndi, járnsmiður, ferjumaður f. 20. ágúst 1874 á Stóra-Hofi, d. 31. október 1959 í Eyjum, og kona hans Guðbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 3. apríl 1871 í Vetleifsholti í Ásahreppi, d. 22. janúar 1948.

Jóna var með foreldrum sínum á Hamrahóli og í Óseyrarnesi við Ölfusá, síðar í Vestri-Móhúsum á Stokkseyri til fullorðinsára.
Jóna var formaður kvenfélagsins Líknar í Vestmannaeyjum í 14 ár. Hún var einnig virk í starfi Oddfellow-reglunnar í Vestmannaeyjum og Reykjavík.
Þau Vigfús giftu sig 1926, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Bakkastíg 3 í svokölluðu Fúsahúsi, kennt við Vigfús mann hennar.
Vigfús lést 1970.
Við Gosið 1973 flutti Jóna til Reykjavíkur og bjó þar til 1988, en þá flutti hún til dvalar á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Hún lést 1993.

I. Maður Jónu Guðríðar, (11. desember 1926), var Vigfús Sigurðsson frá Pétursborg, sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 24. júlí 1893, d. 25. febrúar 1970.
Börn þeirra:
1. Ásta Vigfúsdóttir húsfreyja, f. 15. júlí 1928, d. 20. febrúar 2014. Maður hennar var Adolf Óskarsson.
2. Lára Vigfúsdóttir innanhúsarkitekt, f. 25. ágúst 1929, d. 19. apríl 2019. Maður hennar var Hilmar Daníelsson, látinn. Maður hennar Jóhann F. Guðmundsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.