Sigríður Þorláksdóttir (Hofi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 26. september 2021 kl. 16:21 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 26. september 2021 kl. 16:21 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Guðrún Þorláksdóttir frá Hofi, húsfreyja, handíðakennari, forstöðukona fæddist 13. apríl 1902 í Skálmarbæjarhraunum í Álftaveri, V-Skaft. og lést 21. júní 1993.
Foreldrar hennar voru Þorlákur Sverrisson frá Klauf í Meðalland, kaupmaður í Eyjum, f. 3. apríl 1875, d. 9. ágúst 1943, og kona hans Sigríður Jónsdóttir frá Skálmarbæ í Álftaveri, húsfreyja, f. 8. nóvember 1879, d. 23. febrúar 1964.

Börn Sigríðar og Þorláks:
1. Sigríður Guðrún Þorláksdóttir húsfreyja, kennari, f. 13. apríl 1902 á Skálmabæjarhraunum í Álftaveri, d. 21. júní 1993.
2. Óskar Jón Þorláksson prestur, f. 5. nóvember 1906 í Skálmarbæ, d. 7. ágúst 1990.
3. Guðrún Þorláksdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 20. september 1920 í Vík, d. 13. október 2011.

Sigríður var með foreldrum sínum í Skálmarbæ til 1911, með þeim í Vík 1911-1925.
Hún fluttist til Eyja með þeim 1925 og bjó með þeim á Hofi.
Sigríður kenndi hannyrðir í Gagnfræðaskólanum 1935-1942.
Hún var lengi forstöðukona á Elliheimilinu Skálholti í Eyjum.
Þau Bjarni giftu sig 1930, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Hofi til ársins 1946, er þau fluttu á Stóra-Gjábakka við Bakkastíg 8, bjuggu þar til ársins 1967, er þau fluttust til Reykjavíkur, bjuggu síðast í Hraunbæ 26.
Bjarni lést 1986 og Sigríður 2012.

Maður Sigríðar Guðrúnar, (4. október 1930), var Bjarni Guðjónsson frá Bæ í Lóni, A-Skaft., myndskeri, listmálari, kennari, f. 27. maí 1906, d. 11. október 1986.
Börn þeirra:
1. Sverrir Bjarnason verkamaður, f. 30. september 1929 á Hofi, d. 24. júlí 2012. Kona hans Inger Bjarnason, f. Jörgensen.
2. Sjöfn Bjarnadóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 14. apríl 1934 á Hofi, d. 13. júní 2021. Maður hennar Hermann Heiðar Jónsson, látinn.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skýrsla um Gagnfræðaskólann í Vestmannaeyjum skólaárin 1930-1943.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.