Sverrir Bjarnason (Hofi)
Fara í flakk
Fara í leit
Sverrir Bjarnason verkamaður fæddist 30. september 1929 á Hofi og lést 24. júlí 2012.
Foreldrar hans voru Bjarni Guðjónsson myndskeri, listmálari, kennari, f. 27. maí 1906, d. 11. október 1986, og Sigríður Guðrún Þorláksdóttir húsfreyja, handíðakennari, forstöðukona, f. 13. apríl 1902, d. 21. júní 1993.
Þau Inger giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Eyjum. Þau skildu.
I. Kona Sverris Inger Bjarnason, fædd Jörgensen 23. maí 1934, af dönskum ættum.
Börn þeirra:
1. Guðrún Sverrisdóttir, f. 24. janúar 1960, býr í Danmörku (1986).
2. Sólveig Sigríður Sverrisdóttir, f. 29. júlí 1962, býr í Danmörku (1986).
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.