Sigríður Sólveig Halldórsdóttir (Arnardrangi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. maí 2021 kl. 09:42 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. maí 2021 kl. 09:42 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Sigríður Sólveig Halldórsdóttir (Arnardrangi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Sólveig Halldórsdóttir frá Arnardrangi, húsfreyja, stuðningsfulltrúi í Reykjavík fæddist 12. febrúar 1947 í Arnardrangi.
Foreldrar hennar voru Halldór Ólafsson kaupmaður, loftsiglingafræðingur, flugleiðsögumaður, f. 19. nóvember 1923, d. 25. nóvember 1985, og kona hans Helena Svanhvít Sigurðardóttir húsfreyja, kaupmaður, f. 13. febrúar 1924, d. 3. mars 1988.

Börn Svanhvítar og Halldórs:
1. Sigurður Óskar Halldórsson flugstjóri, f. 23. nóvember 1942 á Akureyri. Kona hans Ester Tryggvadóttir.
2. Ólafur Óskar Halldórsson endurskoðandi í Reykjavík, f. 15. júlí 1944 í Eyjum, d. 30. mars 2011. Fyrrum kona hans Margit Welve. Fyrrum kona hans Guðrún Ása Brandsdóttir.
3. Sigríður Sólveig Halldórsdóttir húsfreyja, stuðningsfulltrúi í Reykjavík, f. 12. febrúar 1947 í Eyjum. Maður hennar Brynjólfur Ásgeir Guðbjörnsson.
4. Hrafnhildur Björk Halldórsdóttir kortagerðarmaður, þjónustufulltrúi í Reykjavík, f. 9. nóvember 1952 í Reykjavík. Maður hennar Oddur Kristinn Gunnarsson.
5. Bjarni Óskar Halldórsson rekstrarhagfræðingur í Hafnarfirði, framkvæmdastjóri, f. 23. september 1958 í Reykjavík. Kona hans Erna María Böðvarsdóttir.

Sigríður var með foreldrum sínum í Arnardrangi og flutti með þeim til Reykjavíkur, bjó með þeim á Hofteigi 40.
Hún varð þriðja bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskóla Austurbæjar, vann síðar við umönnun á Skálatúni í Mosfellsbæ og víðar og var stuðningsfulltrúi.
Þau Brynjólfur giftu sig 1967, eignuðust fjögur börn, en misstu eitt þeirra 15 ára gamalt. Þau hafa búið í Hörðalandi 14.

I. Maður Sigríðar Sólveigar, (15. júlí 1967), er Brynjólfur Ásgeir Guðbjörnsson prentari, f. 12. desember 1943. Foreldrar hans Guðbjörn Sigurður Helgason verkamaður, f. 1. september 1923, d. 13. ágúst 1945 og Guðrún Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 16. nóvember 1925.
Börn þeirra:
1. Helena Svanhvít Brynjólfsdóttir húsfreyja, vinnur við umönnun á elliheimili, f. 5. maí 1966. Maður hennar Freyr Þorsteinsson.
2. Guðrún Lind Brynjólfsdóttir húsfreyja, leikskólastarfsmaður. Maður hennar Brynjar Friðbergsson.
3. Eyjólfur Kristinn Brynjólfsson, f. 8. desember 1967, d. 23. maí 1983.
4. Brynjólfur Ásgeir Brynjólfsson verkfræðingur, f. 15. ágúst 1988. Kona hans Valgerður Óskarsdóttir Friðrikssonar.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.