Ólafur Halldórsson (Arnardrangi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 10. maí 2021 kl. 17:39 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. maí 2021 kl. 17:39 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Ólafur Óskar Halldórsson.

Ólafur Óskar Halldórsson frá Arnardrangi, endurskoðandi fæddist þar 15. júlí 1944 og lést 30. mars 2011 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Halldór Ólafsson kaupmaður, loftsiglingafræðingur, flugleiðsögumaður, f. 19. nóvember 1923, d. 25. nóvember 1985, og kona hans Helena Svanhvít Sigurðardóttir húsfreyja, kaupmaður, f. 13. febrúar 1924, d. 3. mars 1988.

Börn Svanhvítar og Halldórs:
1. Sigurður Óskar Halldórsson flugstjóri, f. 23. nóvember 1942 á Akureyri. Kona hans Ester Tryggvadóttir.
2. Ólafur Óskar Halldórsson endurskoðandi í Reykjavík, f. 15. júlí 1944 í Eyjum, d. 30. mars 2011. Fyrrum kona hans Margit Welve. Fyrrum kona hans Guðrún Ása Brandsdóttir.
3. Sigríður Sólveig Halldórsdóttir húsfreyja, stuðningsfulltrúi í Reykjavík, f. 12. febrúar 1947 í Eyjum. Maður hennar Brynjólfur Ásgeir Guðbjörnsson.
4. Hrafnhildur Björk Halldórsdóttir kortagerðarmaður, þjónustufulltrúi í Reykjavík, f. 9. nóvember 1952 í Reykjavík. Maður hennar Oddur Kristinn Gunnarsson.
5. Bjarni Óskar Halldórsson rekstrarhagfræðingur í Hafnarfirði, framkvæmdastjóri, f. 23. september 1958 í Reykjavík. Kona hans Erna María Böðvarsdóttir.

Ólafur var með foreldrum sínum, á Arnardrangi, fluttist með þeim til Reykjavíkur og bjó með þeim í Laugarnesinu.
Hann lauk verslunarprófi 1962, nam við Bergen Revisorskole í Noregi.
Ólafur vann jafnframt námi hjá Norsk Kollektiv Pensjonkasse.
Hann flutti til Íslands 1970, vann ýmis störf á sviði bókhalds og endurskoðunar, lengst í eigin fyrirtæki, Tölvubókhaldi, sem hann stofnaði og rak um þriggja áratuga skeið.
Þau Margit giftu sig 1964, eignuðust tvö börn. Þau skildu 1972.
Þau Guðrún Ása giftu sig 1977, eignuðust eitt barn og Ólafur fóstraði barn Guðrúnar Ásu. Þau skildu.
Ólafur lést 2011.

I. Kona Ólafs Óskars, (1964, skildu 1972), Margit Ingeborg Vevle.
Börn þeirra;
1. Astrid Helene sjúkraþjálfari, f. 22. nóvember 1964 í Bergen. maður hennar Lasse Eriksen.
2. Grete starfsmaður Trygvesta, f. 2. júlí 1969 í Bergen. Maður hennar Stig Sjursen.

II. Kona Ólafs Óskars, (1977, skildu 2005), Guðrún Ása Brandsdóttir húsfreyja, læknaritari, f. 10. maí 1944, d. 3. maí 2011.
Barn þeirra:
3. Sylvía Kristín Ólafsdóttir sérfræðingur hjá Amazon.com í Luxemburg, f. 15. desember 1980 í Reykjavík. Maður hennar Kjartan Bjarni Björgvinsson.
Barn Guðrúnar Ásu og fósturbarn Ólafs:
4. Ásrún Laila Awad markaðsráðgjafi, f. 5. október 1966 í Reykjavík.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.