Guðrún Magnúsdóttir (Skuld)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. febrúar 2022 kl. 17:27 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. febrúar 2022 kl. 17:27 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Guðrún Magnúsdóttir.

Guðrún Magnúsdóttir húsfreyja fæddist 2. janúar 1855 í Rimakoti í Þykkvabæ og lést 1. maí 1936.
Foreldrar hennar voru Magnús Andrésson frá Nefsholti í Holtahreppi, Rang., bóndi og skipasmiður, f. 29. október 1817, d. 6. október 1905, og kona hans Jórunn Pétursdóttir húsfreyja, f. 1815 í Einkofa á Eyrarbakka, d. 26. maí 1894.

Guðrún var með foreldrum sínum í Rimakoti 1860 og 1870.
Þau Vigfús giftu sig 1880, eignuðust ekki börn, en ólu upp tvö fósturbörn. Þau bjuggu í Hákoti 1880-1893, en þá lést Vigfús.
Guðrún bjó áfram í Hákoti, með Guðmundi frá 1898-1902. Þá fluttu þau til Reykjavíkur og að Guðlaugsstöðum í Garði, Gull. 1905.
Guðmundur lést þar 1924.
Guðrún flutti til fósturdóttur sinnar Margrétar í Skuld, bjó hjá þeim Stefáni og lést 1936.

I. Maður Guðrúnar, (26. janúar 1880), var Vigfús Guðmundsson bóndi, f. 22. október 1846 í Hákoti, d. 11. desember 1893. Foreldrar hans voru Guðmundur Bjarnason bóndi í Hákoti, f. 25. ágúst 1799 á Gaddstöðum á Rangárvöllum, d. 19. júní 1890, og kona hans Vigdís Finnsdóttir frá Vesturholtum í Djúpárhreppi, húsfreyja, f. 10. júní 1807, d. 22. febrúar 1890.
Fósturbörn þeirra:
1. Margrét Jónsdóttir húsfreyja í Skuld, f. 4. nóvember 1885, d. 29. september 1980.
2. Markús Sveinsson bóndi í Dísukoti í Djúpárhreppi, f. 2. apríl 1879, d. 26. júlí 1966. Kona hans Katrín Guðmundsdóttir.

II. Maður Guðrúnar, (30. september 1898), var Guðmundur Árnason bóndi í Hákoti, sjómaður á Guðlaugsstöðum í Garði, f. 30. október 1870 í Borgartúnshjáleigu, d. 7. maí 1924. Foreldrar hans voru Árni Árnason bóndi á Bakka í Þykkvabæ og víðar, f. 17. ágúst 1834 á Bjólu, d. 15. mars 1894 í Vesturholtum, og kona hans Sólrún Stefánsdóttir húsfreyja, f. 17. október 1834 í Skinnum í Þykkvabæ, d. 2. febrúar 1914 í Háfi.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók III – Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.