Guðfinna Egilsdóttir (Skuld)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. mars 2021 kl. 10:53 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. mars 2021 kl. 10:53 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Guðfinna Egilsdóttir (Skuld)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Guðfinna Egilsdóttir.

Guðfinna Egilsdóttir frá Hákoti í Djúpárhreppi, húsfreyja í Oddsparti þar, síðar í Eyjum fæddist 19. nóvember 1864 og lést 14. september 1964.
Foreldrar hennar voru Egill Gíslason bóndi í Hákoti, f. 1. júní 1828 í Bjóluhjáleigu í Djúpárhreppi, d. 16. nóvember 1866 í Borgartúnsnesi þar, og kona hans Margrét Guðmundsdóttir frá Hákoti, húsfreyja, f. 16. ágúst 1831, d. 15. mars 1877 í Hákoti.

Guðfinna var með ekkjunni móður sinni í Hákoti 1870, var léttastúlka hjá Vigfúsi Guðmundssyni og Guðrúnu Magnúsdóttur í Hákoti 1880.
Hún eignaðist Margréti með Jóni Ólafssyni 1885. Þau Vigfús og Guðrún í Hákoti urðu fósturforeldrar Margrétar.
Guðfinna var bústýra Jóns Þórðarsonar í Oddsparti 1890 og eignaðist barn með honum á því ári.
Þau Jón giftu sig 1907, bjuggu í Oddsparti 1890-1906, fluttust 1907 að Útgörðum á Stokkseyri, þar sem Jón var sjómaður.
Hann lést 1931 á Stokkseyri.
Guðfinna fluttist skömmu síðar til Eyja og bjó hjá Margréti dóttur sinni og Stefáni í Skuld. Hún lést 1964.

I. Barnsfaðir Guðfinnu var Jón Ólafsson vinnumaður frá Búð í Djúpárhreppi, síðar í Vesturheimi, f. 18. september 1863, d. um 1895 í Vesturheimi. Foreldrar hans voru Ólafur Jónsson frá Búð, bóndi, síðar í Bandaríkjunum og Kanada, f. 12. júlí 1834, d. 26. júní 1924 í Foam Lake í Saskatchewan í Kanada, og kona hans Valgerður Felixdóttir frá Mel í Djúpárhreppi, húsfreyja, f. 25. júní 1837, d. 26. mars 1926.
Barn þeirra:
1. Margrét Jónsdóttir húsfreyja í Skuld, f. 4. nóvember 1885, d. 29. september 1980.

II. Maður Guðfinnu, (12. nóvember 1907), var Jón Þórðarson bóndi í Oddsparti, f. 21. ágúst 1860, d. 14. maí 1931. Foreldrar hans voru Þórður Þórðarson bóndi í Oddsparti, f. 12. ágúst 1822, d. þar 7. október 1905, og kona hans Margrét Guðmundsdóttir frá Nýjabæ í Vogum, húsfreyja, f. 3. september 1820, d. 30. nóvember 1887.
Barn þeirra:
2. Guðjón Ólafur Jónsson trésmiður í Reykjavík, f. 19. desember 1890, d. 22. ágúst 1978. Kona hans Guðrún Jónsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók III – Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.