Marinó Jónsson pípulagningameistari

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. nóvember 2022 kl. 11:41 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. nóvember 2022 kl. 11:41 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Marinó

Sigurvin Marinó Jónsson fæddist 20. maí árið 1900 og lést 16. desember 1962. Foreldrar hans voru Jón Jónsson Fanndal og Manasína Sigurðardóttir að Skógum á Þelamörk í Eyjafirði.

Marinó eignaðist barn með Sigríði Kristínu Gunnarsdóttur á Siglufirði.
Barnið var Hermína Marinósdóttir húsfreyja á Akureyri, f. 24. september 1919, d. 21. desember 2002.
Börn hennar voru m.a:
1. Jóhanna Víglundsdóttir húsfreyja, f. 17. júlí 1943, kona Gústafs Sigurlássonar.
2. Helga Víglundsdóttir húsfreyja, f. 15. ágúst 1944, d. 18. september 2015, kona Stefáns Runólfssonar.
Árið 1924 kvæntist hann Guðbjörgu Guðnadóttur frá Skagafirði. Þau bjuggu á Faxastíg 25. Börn þeirra voru Stefanía, Auður, Sigursteinn og Eiður.
Fljótlega eftir fermingu kom Marinó, eins og hann var oftast kallaður, til Vestmannaeyja í atvinnuleit. Framan af stundaði hann almenna vinnu en fór fljótlega á sjóinn og stundaði sjómennsku í 23 ár, fyrst sem vélstjóri en lokaárin sem skipstjóri. Marinó hætti á sjónum vegna heilsubrests og sneri sér þá að pípulagningarstörfum. Var hann í sjálfstæðum rekstri þar til hann lést. Marinó stofnaði fyrirtækið Miðstöðina. Sonur hans, Sigursteinn, tók síðan við rekstrinum og sonur hans og afabarn Marinós, Marinó Sigursteinsson, rekur nú fyrirtækið. Miðstöðin var fyrst til húsa við Faxastíg 25, síðan í Vosbúð við Strandveg en árið 2005 flutti fyrirtækið í myndarlegt húsnæði við Strandveg vestan við hús Ísfélags Vestmannaeyja.

Myndir



Heimildir