Sveinn Magnússon (Engidal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 2. október 2022 kl. 15:00 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 2. október 2022 kl. 15:00 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Sveinn Magnússon frá Engidal, bifreiðastjóri, loftskeytamaður, starfsmaður hjá Veðurstofu Íslands fæddist 15. nóvember 1919 á Sólheimum við Njarðarstíg 15 og lést 1. febrúar 1989.
Foreldrar hans voru Magnús Helgason bókhaldsmaður, skipstjóri, skrifstofustjóri, gjaldkeri, f. 8. september 1896, d. 10. október 1976, og kona hans Magnína Jóna Sveinsdóttir húsfreyja, f. 24. nóvember 1897, d. 17. október 1982.

Börn Magnínu og Magnúsar:
1. Sveinn Magnússon loftskeytamaður, starfsmaður hjá Veðurstofu Íslands, f. 15. nóvember 1919 á Sólheimum, d. 1. febrúar 1989. Kona hans Guðrún Sigurjónsdóttir, látin.
3. Hermann Magnússon símvirki, póst og símstöðvarstjóri á Hvolsvelli, f. 12. júlí 1921 á Sólheimum, d. 4. ágúst 1996. Kona hans Gyða Arnórsdóttir, látin.
4. Magnús Helgi Magnússon bæjarstjóri, ráðherra, f. 30. september 1922 í Engidal. Fyrri kona hans var Guðbjörg Guðlaugsdóttir. Síðari kona hans var Filippía Marta Guðrún Björnsdóttir, látin.
5. Páll Magnússon flugmaður, f. 27. september 1924 í Engidal, d. 12. apríl 1951. Kona hans Alma Ásbjörnsdóttir, látin.
6. María Magnúsdóttir Ammendrup húsfreyja, tónlistarmaður, f. 14. júní 1927 í Engidal, d. 28. apríl 2010. Maður hennar Tage Ammendrup, látinn.

Sveinn var með foreldrum sínum, en þau fluttu til Reykjavíkur 1930 og hann litlu síðar eftir dvöl hjá föðurforeldrum sínum.
Hann var með þeim í Reykjavík og í Bræðraborg í Ölfusi 1936-1937, og er skráður húsbóndi þar 1937-1940.
Sveinn lauk loftskeytaprófi 1946.
Á stríðsárunum vann Sveinn ýmis störf, mest við akstur, keyrði leigubíl, vörubíl og strætisvagn.
Eftir stríð vann hann hjá Veðurstofu Íslands til áramóta 1983-1984 nema fjögur ár, en þá starfaði hann við akstur hjá Kaupfélagi Árnesinga.
Þau Guðrún giftu sig 1947, eignuðust fimm börn. Þau byggðu hús við Víghólastíg í Kópavogi og bjuggu þar lengi, en síðast í Hrafnhólum 6.
Sveinn lést 1989 og Guðrún 2005.

I. Kona Sveins, (31. desember 1947), var Guðrún Sigurjónsdóttir frá Tindum í A.-Hún., húsfreyja, f. 12. mars 1926, d. 19. júlí 2005. Foreldrar hennar voru Sigurjón Þorlákur Þorláksson bóndi, f. 15. mars 1877 á Brenniborg í Neðribyggð, Hún., d. 27. mars (pr.þj.b 27. apríl) 1943, og kona hans Guðrún Erlendsdóttir frá Beinakeldu í A.-Hún., f. 28. maí 1886, d. 1. júlí 1966.
Börn þeirra:
1. Magnína Sveinsdóttir, f. 24. október 1946. Maður hennar Sigurður Sigurðsson.
2. Guðrún Ragna Sveinsdóttir, f. 5. nóvember 1947. Maður hennar Eiríkur Sigfinnsson.
3. Páll Ragnar Sveinsson, f. 6. maí 1952. Kona hans Sigríður Jakobsdóttir.
4. Sigrún Ragna Sveinsdóttir, f. 14. apríl 1956. Maður hennar Andrés Sigurjónsson.
5. Þuríður Herdís Sveinsdóttir, f. 18. desember 1963. Maður hennar Sigurður Gunnarsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Morgunblaðið 7. febrúar 1989. Minning.
  • Ættir Austur-Húnvetninga. Guðmundur Sigurður Jóhannsson og Magnús Björnsson. Mál og mynd 1999.
  • Ölfusingar - búendatal Ölfushrepps 1703-1980. Eiríkur Einarsson. Reykjavík. Sögusteinn 1985.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.