Hreinn Úlfarsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. janúar 2021 kl. 18:25 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. janúar 2021 kl. 18:25 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Hreinn Úlfarsson frá Vattarnesi við Reyðarfjörð, sjómaður, netagerðarmaður fæddist 29. september 1937 og lést 16. ágúst 2017.
Foreldrar hans voru Úlfar Kjartansson bóndi, útgerðarmaður, f. 26. nóvember 1895, d. 22. mars 1985, og kona hans María Ingibjörg Halldórsdóttir húsfreyja, f. 16. september 1897, d. 29. september 1939.

Hreinn var skamma stund með báðum foreldrum sínum, en móðir hans lést á öðrum afmælisdegi hans. Hann var með föður sínum og systkinum í Dagsbrún á Vattarnesi 1953.
Hann lauk Stýrimannaskólanum í Reykjavík, lærði netagerð hjá Magnúsi Kristleifi Magnússyni og vann við iðnina.
Hann fluttist til Eyja, var sjómaður og síðan netagerðarmaður.
Þau Sigurveig giftu sig 1963, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Stafholti í fyrstu, byggðu og bjuggu að Urðavegi 54 til Goss 1973.
Þau bjuggu um stund í Hafnarfirði, en í Mosfellsbæ frá 1974, bjuggu þar lengst við Arnartanga 19.
Hreinn lést 2017. Sigurveig dvelur á Hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík.

I. Kona Hreins, (18. maí 1963), er Sigurveig Júlíusdóttir frá Stafholti, húsfreyja, f. 27. desember 1940.
Börn þeirra:
1. Júlíus Gísli Hreinsson, líffræðingur með doktorspróf í stjórnun, býr í Svíþjóð, f. 8. nóvember 1963. Kona hans Sigrún Gerður Finnbogadóttir.
2. Ingi Geir Hreinsson, með masterspróf í sálfræði, skrifstofumaður, verkefnastjóri, f. 5. desember 1966, ókvæntur.
3. Hlynur Már Hreinsson, býr í Svíþjóð, f. 26. mars 1975. Fyrrum sambúðarkona Kolbrún Jónsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.