Kristín Valdadóttir (Búrfelli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 3. nóvember 2020 kl. 14:06 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 3. nóvember 2020 kl. 14:06 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Kristín Valdadóttir (Búrfelli)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit
Jón og Kristín með Halldóru Þuríði dóttur sína.

Kristín Karítas Valdadóttir frá Sandfelli, húsfreyja á Búrfelli við Hásteinsveg 12 fæddist 21. febrúar 1898 á Steinum u. Eyjafjöllum og lést 20. september 1938.
Foreldrar hennar voru Valdi Jónsson bóndi í Mið-Skála, síðar sjómaður í Sandgerði, f. 21. júní 1874, d. 21. ágúst 1947, og kona hans Guðrún Stefánsdóttir húsfreyja, f. 24. ágúst 1878, d. 14. febrúar 1954.
Fósturforeldrar Kristínar Karítasar voru:
Guðjón Jónsson á Sandfelli, formaður, frændi hennar og Ingveldur Unadóttir húsfreyja.

Börn Guðrúnar og Valda:
1. Eitt barn dáið fyrir 1910.
2. Kristín Karítas Valdadóttir, f. 21. febrúar 1898, d. 20. september 1938.
3. Kristján Þórarinn Valdason, f. 1. febrúar 1903, d. 16. desember 1924.
4. Árni Valdason, f. 17. september 1905, d. 26. júlí 1970.
5. Stefán Sigurþór Valdason, f. 17. mars 1908, d. 24. júlí 1982.
6. Kristný Jónína Valdadóttir, f. 10. október 1909, d. 10. ágúst 1993.
7. Óskar Valdason, tvíburi, f. 29. október 1912, d. 26. mars 1940.
8. Sigurjón Valdason, tvíburi, f. 29. október 1912, d. 13. maí 1984.
9. Guðbjörg Kristjana Halldóra Valdadóttir, f. 10. október 1914, d. 27. apríl 2007.
10. Jón Hafsteinn Valdason, f. 22. janúar 1920, d. 22. október 1920.

Kristín var með foreldrum sínum fyrstu ár sín, en fór til Guðjóns frænda síns og Ingveldar á Sandfelli 10 ára 1908, var vinnukona þar 1915.
Þau Jón giftu sig 1920, eignuðust fjögur börn, en misstu eitt þeirra fimm ára gamalt. Þau bjuggu á Hólmi 1920, á Sólbakka við Hásteinsveg 3 1921, í Stakkholti við Vestmannabraut 49 1926 og enn 1928, voru komin að Búrfelli 1930 og bjuggu þar síðan.
Kristín Karítas lést 1938 og Jón 1971.

I. Maður Kristínar Karítasar, (26. september 1920), var Jón Benónýsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 7. maí 1896 á Krossi í Innri-Akraneshreppi, d. 20. október 1971.
Börn þeirra:
1. Halldóra Þuríður Jónsdóttir, f. 16. mars 1921 á Sólbakka, d. 27. júlí 1926.
2. Halldór Jón Jónsson vélstjóri, útgerðarmaður, síðar starfsmaður Íþróttamiðstöðvarinnar f. 6. júní 1926 í Stakkholti, d. 26. september 1999.
3. Guðbjörg Benónýja Jónsdóttir húsfreyja, f. 21. júní 1928 í Stakkholti, d. 8. febrúar 1997.
4. Þórey Inga Jónsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 13. júní 1931 á Búrfelli, d. 5. mars 2020.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Klingenbergsætt. Niðjatal Hans Klingenbergs bónda á Akranesi og konu hans Steinunnar Ásmundsdóttur. Ritstjóri Þorsteinn Jónsson. Líf og saga-bókaforlag 1991 og Þjóðsaga hf. 1993.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.