Rut Holbergsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. nóvember 2021 kl. 16:46 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. nóvember 2021 kl. 16:46 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Rut Holbergsdóttir frá Lyngbergi, húsfreyja fæddist þar 30. ágúst 1935 og lést 10. mars 1956.
Foreldrar hennar voru Holberg Jónsson skipstjóri, netagerðarmeistari, f. 17. nóvember 1913 á Bergi á Akranesi, d. 16. janúar 1970, og kona hans Guðríður Amalía Magnúsdóttir húsfreyja, f. 7. október 1908, d. 12. maí 1986.

Börn Guðríðar og Holbergs:
1. Rut Holbergsdóttir húsfreyja, f. 30. ágúst 1935 á Lyngbergi, síðast á Kársnesbraut 30a í Kópavogi, d. 10. mars 1956. Maður hennar Már Bjarnason.
2. Jón Holbergsson netagerðarmeistari, f. 19. febrúar 1944 á Hásteinsvegi 43, býr á Skipalóni 26 í Hafnarfirði. Kona hans Sigurborg Pétursdóttir.
3. Sigmar Holbergsson netagerðarmaður í Noregi, f. 19. ágúst 1947 á Reykhólum við Hásteinsveg 30. Kona hans Málfríður Gunnlaugsdóttir.
Fóstursonur hjónanna, sonur Rutar og Más Bjarnasonar:
4. Holberg Másson framkvæmdastjóri í Reykjavík, f. 21. september 1954 á Reykhólum við Hásteinsveg 30. Kona hans Guðlaug Björnsdóttir.

Rut var með foreldrum sínum í æsku, á Lyngbergi, í Pétursey og Reykhólum.
Þau Már giftu sig, eignuðust eitt barn. Rut var með foreldrum sínum á Reykhólum við fæðingu barnsins 1954, fluttist til Kópavogs, bjó síðast á Kópavogsbraut 30a.
Rut lést 1956 og Már 2021.
Barnið var fóstrað af foreldrum hennar.

I. Maður Rutar var Már Bjarnason húsasmiður í Reykjavík, f. 12. september 1933, d. 26. október 2021. Foreldrar hans voru Bjarni Bjarnason frá Þingeyri, vélstjóri, bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 18. júlí 1890, d. 2. apríl 1945, og Elín Guðmundsdóttir frá Ívarshúsum í Garði, húsfreyja, f. 1. október 1897, d. 18. október 1974.
Barn þeirra:
1. Holberg Másson framkvæmdastjóri í Reykjavík, f. 21. september 1954 á Reykhólum við Hásteinsveg 30. Kona hans Guðlaug Björnsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.