Júlíus Hallgrímsson (Þingeyri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. september 2020 kl. 11:25 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. september 2020 kl. 11:25 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Júlíus Vilhelm Hallgrímsson.

Júlíus Vilhelm Hallgrímsson frá Þingeyri, sjómaður, skipstjóri, netagerðarmaður fæddist 20. ágúst 1921 í Sætúni og lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 20. mars 2011.
Foreldrar hans voru Hallgrímur Guðjónsson frá Sandfelli, skipstjóri, f. 8. maí 1894 á Moldnúpi u. Eyjafjöllum, drukknaði 24. ágúst 1925, og kona hans Ástríður Jónasdóttir frá Hóli á Akranesi, húsfreyja, f. 15. febrúar 1897 á Hóli, d. 3. júní 1923.
Stjúpmóðir og fóstra Júlíusar var Vilhelmína Jónasdóttir húsfreyja, systir Ástríðar og síðari kona Hallgríms.

Börn Ástríðar og Hallgríms voru:
1. Jóna Laufey Hallgrímsdóttir húsfreyja, verslunarmaður í Reykjavík, f. 6. mars 1920 í Sætúni, d. 24. febrúar 2011.
2. Júlíus Vilhelm Hallgrímsson sjómaður, netagerðarmaður í Eyjum, f. 20. ágúst 1921 í Sætúni, d. 20. mars 2011.
Barn Hallgríms og Vilhelmínu var
3. Ástríður Halldóra Hallgrímsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 25. september 1924 á Grímsstöðum, d. 21. september 2010.
Barn Vilhelmínu og Einars Reynis var
4. Ragnheiður Einarsdóttir Reynis húsfreyja, hjúkrunarfræðingur í Reykjavík, f. 30. júní 1929 á Þingeyri, d. 16. júlí 2002.

Júlíus var með foreldrum sínum í Sætúni, stutta stund á Grímsstöðum. Faðir hans og Vilhelmína fluttust að Þingeyri með börnin og hann drukknaði 1925.
Vilhelmína gekk þeim í móðurstað og auk þess var Marsibil amma þeirra á heimilinu, en lést 1935.
Þau Þóra giftu sig 1947, eignuðust tvö börn. Við giftingu bjó Júlíus á Hásteinsvegi 42, síðan bjuggu þau á Hásteinsvegi 56, en lengst bjuggu hjónin á Heiðarvegi 54. Júlíus dvaldi að síðustu í Hraunbúðum.
Þóra lést 2001 og Júlíus 2011.

I. Kona Júlíusar, (24. maí 1947), var Þóra Haraldsdóttir frá Grímsstöðum, húsfreyja, f. 4. apríl 1925 í Litla Gerði, d. 13. apríl 2001.
Börn þeirra:
1. Hallgrímur Júlíusson netagerðarmeistari, f. 25. maí 1946 á Grímsstöðum. Kona hans er Ásta María Jónasdóttir.
2. Haraldur Júlíusson netagerðarmeistari, f. 11. september 1947 á Grímsstöðum. Kona hans er Valgerður Magnúsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.