Svava Markúsdóttir (Fagurhól)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. mars 2020 kl. 10:41 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. mars 2020 kl. 10:41 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Svava Markúsdóttir (Fagurhól)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðný Svava Markúsdóttir frá Fagurhól, húsfreyja fæddist 14. september 1914 á Skaftafelli og lést 9. febrúar 1941.
Foreldrar hennar voru Markús Sæmundsson, verkamaður, sjómaður, útgerðarmaður, f. 27. desember 1885 í Nikulásarhúsum í Fljótshlíð, d. 5. apríl 1980, og kona hans Guðlaug Ólafsdóttir frá Skarðshlíð u. Eyjafjöllum, f. þar 3. júní 1889, d. 27. október 1970.

Börn Guðlaugar og Markúsar:
1. Guðný Svava Markúsdóttir húsfreyja, f. 14. september 1914 á Skaftafelli, d. 9. febrúar 1941.
2. Ólafur Jón Markússon sjómaður, f. 5. júní 1916 í Fagurhól, fórst 6. febrúar 1938.
3. Ásta Markúsdóttir, f. 26. ágúst 1919, d. 14. janúar 1923.
4. Ástþór Sveinn Markússon sjómaður, forstöðumaður, f. 18. desember 1923, d. 14. júlí 2011.
5. Viktor Markússon, f. 2. febrúar 1930, d. 26. nóvember 1930.

Guðný Svava var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Gestur giftu sig 1939, eignuðust ekki börn, bjuggu skamma sambúð í Fagurhól.
Guðný Svava lést 1941.

I. Maður Guðnýjar Svövu, (4. nóvember 1939), Gestur Guðjónsson sjómaður, f. 16. febrúar 1916, d. 1. nóvember 2010.
Þau voru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.