Sigurbjörg Ólafsdóttir (Sólheimum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. janúar 2020 kl. 17:54 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. janúar 2020 kl. 17:54 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Sigurbjörg Ólafsdóttir (Sólheimum)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Sigurbjörg Ólafsdóttir.

Sigurbjörg Ólafsdóttir frá Sólheimum, húsfreyja, kaupkona fæddist 12. desember 1923 að Hlíð u. Eyjafjöllum og lést 8. janúar 2020 á hjúkrunarheimili Hrafnistu í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Ólafur Ólafsson bóndi, þá þá ekkill og húsmaður á Eyvindarhólum, síðar kaupmaður á Sólheimum, f. 8. ágúst 1873 í Stóru-Mörk u. V-Eyjafjöllum, d. 8. apríl 1956, og ekkjan, barnsmóðir hans, síðar sambýliskona Jóhanna Kristín Sigurðardóttir húsfreyja á Sólheimum, f. 9. september 1880, d. 20. október 1974.

Börn Ólafs af fyrra hjónabandi:
1. Kjartan Ólafsson hagfræðingur, rithöfundur í Reykjavík, f. 4. september 1905 í Núpakoti, d. 9. mars 1994. Barnsmóðir Dagrún E. Ólafsdóttir.
2. Haraldur Axel Ólafsson bifreiðastjóri í Varmahlíð u. Eyjafjöllum 1948, síðar bóndi í Vallnatúni, f. 29. desember 1906 í Núpakoti, d. 17. apríl 1977, ókvæntur.
3. Jón Hörður Ólafsson vélvirki í Reykjavík, f. 8. júní 1910 í Steinum u. Eyjafjöllum, d. 14. desember 1977. Kona hans Guðrún Ingimundardóttir.
Börn Jóhönnu Kristínar af fyrra hjónabandi:
4. Vilborg Guðjóna Sigurbergsdóttir húsfreyja, f. 10. júlí 1913 í Hlíð, d. 27. október 1990. Maður hennar Guðni Runólfsson.
5. Eyþór Sigurbergsson léttadrengur í Hlíð 1928 og 1934, síðar verkamaður í Eyjum, f. 29. apríl 1915, d. 22. nóvember 1972, ókvæntur.

Sigurbjörg var með bústýrunni móður sinni í Hlíð í æsku og fluttist með henni til Eyja 1928.
Hún eignaðist barn 1945, bjó á Sólheimum 1949.
Þau Magnús giftu sig 1950, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu á Sólheimum, en síðar á Heiðarvegi 61 og við Gos, en eftir Gos á Vesturbergi 2 og síðan á Háaleitisbraut 121 í Reykjavík.
Þau hófu verslunarrekstur árið 1956 á Sólheimum, þar sem Ólafur faðir hennar hafði rekið verslun, og síðar við Bárustíg.
Verslunin hét Verslun Sigurbjargar Ólafsdóttur en oftast kölluð Verslun Siggu Sól, kennd við Sólheima.
Þau sneru ekki til Eyja eftir Gos, en héldu áfram að versla í versluninni Donnu og Hólakoti í Reykjavík, þar sem þau höfðu sest að.
Magnús lést 2017 og Sigurbjörg 2020.

I. Barnsfaðir Sigurbjargar var Elías Sigurjónsson verslunarmaður í Reykjavík, f. þar 23. maí 1922, d. 10. apríl 1998.
Barn þeirra:
1. Þóra Eyland Elíasdóttir húsfreyja, dagmóðir, f. 17. mars 1945. Maður hennar Stefán Guðbjartsson. Þau búa á Spáni.

II. Maður Sigurbjargar, (6. mars 1950), var Magnús Kristjánsson frá Tindum í Dalasýslu, kaupmaður, nefndur Maggi máni í stíl við nafngift konunnar og þótti þeim vænt um nafngiftina að sögn afkomenda, f. 14. ágúst 1929, d. 1. janúar 2017.
Börn þeirra:
2. Ólafur Magnússon heildsali, f. 5. janúar 1952. Kona hans Katrín Indíana Valentínusdóttir.
3. Elfur Magnúsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 12. desember 1966. Maður hennar Sæmundur Jónsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Elfur Magnúsdóttir.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 17. janúar 2020. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.