Eyþór Sigurbergsson (Sólheimum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
(Endurbeint frá Eyþór Sigurbergsson)
Fara í flakk Fara í leit

Eyþór Sigurbergsson frá Hlíð u. Eyjafjöllum, verkamaður á Sólheimum fæddist 29. apríl 1915 í Hlíð og lést 22. nóvember 1972.
Foreldrar hans voru Sigurbergur Einarsson frá Raufarfelli, bóndi, f. þar 30. október 1886, d. 23. mars 1916, og kona hans Jóhanna Kristín Sigurðardóttir frá Hlíð, húsfreyja, f. 9. september 1880, d. 20. október 1974.

Eyþór var með foreldrum sínum skamma stund, en faðir hans lést 1916.
Hann var með ekkjunni móður sinni í Hlíð í lok árs 1916, tökubarn með vinnukonunni móður sinni í Hlíð 1917, með móður sinni, sem var bústýra hjá Jónasi Sigurðssyni í Hlíð 1918 og enn 1927.
Hann var léttadrengur í Hlíð 1928 og 1934, sagður fósturbarn Guðjóns Sigurðssonar bónda í Hlíð 1935.
Eyþór fluttist frá Hlíð til Eyja 1937, bjó hjá Jóhönnu móður sinni og Ólafi á Sólheimum 1938 og enn 1949. Að síðust bjó hann við Heiðarveg.
Eyþór var verkamaður í Eyjum, vann lengst hjá Bænum.
Hann var ókvæntur og lést 1972.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.