Þorsteinn Gíslason (Hæli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. mars 2022 kl. 15:17 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. mars 2022 kl. 15:17 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Þórunn Guðmundsdóttir og Þorsteinn Gíslason.

Þorsteinn Gíslason á Hæli, bóndi í Hallgeirseyjarhjáleigu í A-Landeyjum og formaður við Sandinn, síðar afgreiðslumaður á Hæli fæddist 31. janúar 1865 á Miðhúsum í Hvolhreppi og lést 25. september 1954.
Foreldrar hans voru Gísli Böðvarsson bóndi í Miðhúsum, f. 2. október 1829, d. 9. júlí 1897 og kona hans Elín Jónsdóttir húsfreyja, f. 30. apríl 1836, d. 18. desember 1916.

Systir Þorsteins var Kristólína Gísladóttir, síðar í Dal, f. 23. október 1859, d. 12. mars 1937.
Börn hennar í Eyjum voru:
1. Magnús Þórðarson formaður í Dal, f. 19. september 1879, drukknaði 14. janúar 1915.
2. Jóhanna Guðrún Þórðardóttir húsfreyja í Vestra Stakkagerði, f. 2. apríl 1882, d. 3. september 1923.
3. Kristín Þórðardóttir húsfreyja á Borg, f. 29. febrúar 1888, d. 14. mars 1948.
4. Ágúst Þórðarson fiskimatsmaður á Aðalbóli, f. 22. ágúst 1893, d. 26. ágúst 1977.
5. Guðbjörg Þórðardóttir húsfreyja, f. 31. ágúst 1894, d. 4. desember 1984.
6. Gísli Þórðarson sjómaður í Dal, f. 10. júní 1896, d. 13. febrúar 1920.

Þorsteinn var með foreldrum sínum í Miðhúsum 1870, var léttadrengur í Hallgeirsey í A-Landeyjum 1880, vinnumaður þar 1890, var vinnumaður í Hólmi þar 1901.
Hann eignaðist barn með Maríu 1894.
Þau Jóhanna hófu búskap í Hallgeirseyjarhjáleigu 1903, giftu sig um haustið og eignuðust Margréti, en hún lést 1904. Hann missti Jóhönnu 1905.
Þorsteinn kvæntist Þórunni 1906 og bjó með henni í Hallgeirseyjarhjáleigu. Jafnframt búskap var hann formaður við Landeyjasand.
Þau eignuðust tvö börn, Jóhann Kristin 1906 og Elías Ársæl 1909, en misstu hann 1910.
Þau Þórunn brugðu búi 1921 og fluttust til Eyja með Jóhann Kristin son sinn, bjuggu á Hæli hjá Hannesi syni Þórunnar.
Þorsteinn var afgreiðslumaður á Hæli 1930, en Þórunn lést á árinu. Þorsteinn fluttist síðar til Reykjavíkur og lést 1954.

I. Barnsmóðir Þorsteins var María Guðmundsdóttir húskona á Kalmanstjörn í Höfnum, vinnukona í Hallgeirsey í A.-Landeyjum, f. 22. október 1862 u. Eyjafjöllum, d. 11. janúar 1926.
Barn þeirra:
1. Guðbjörg Þorsteinsdóttir húsfreyja í Egilsstaðakoti í Flóa, f. 29. mars 1894 í Hallgeirsey, d. 31. ágúst 1980. Barnsfaðir hennar Þorsteinn Einarsson. Maður hennar Guðmundur Hannesson.

II. Fyrri kona Þorsteins, (29. október 1903), var Jóhanna Ólafsdóttir frá Hólmi í A-Landeyjum, húsfreyja, f. 13. apríl 1867, d. 3. september 1905.
Barn þeirra var
2. Margrét Þorsteinsdóttir, f. 2. apríl 1903, d. 1. febrúar 1904.

III. Síðari kona hans var Þórunn Guðmundsdóttir húsfreyja, síðar á Hæli, f. 2. júní 1964, d. 24. mars 1930.
Börn þeirra:
3. Jóhann Kristinn Þorsteinsson málari, efnafræðingur, f. 23. ágúst 1906, d. 20. apríl 1988.
4. Elías Ársæll Þorsteinsson, f. 24. desember 1909, d. 11. ágúst 1910.
Stjúpbörn Þorsteins, börn Þórunnar frá fyrra hjónabandi hennar:
5. Guðbjörg Sigríður Hreinsdóttir húsfreyja á Litla-Hrauni, f. 6. maí 1890, d. 24. desember 1951.
6. Hannes Hreinsson sjómaður, fiskimatsmaður á Hæli, f. 2. október 1892, d. 28. maí 1983.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Magnús Haraldsson.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.