Kristólína Gísladóttir (Dal)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Kristólína Gísladóttir.

Kristólína Gísladóttir húsfreyja fæddist 23. október 1859 í Miðey í A-Landeyjum og lést 12. mars 1937 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Gísli Böðvarsson bóndi á Miðhúsum í Hvolhreppi, f. 2. október 1829, d. 9. júlí 1897, og kona hans Elín Jónsdóttir húsfreyja, f. 30. apríl 1836, d. 18. desember 1916.

Kristólína var með fjölskyldu sinni í æsku. Hún giftist Þórði Loftssyni 1880. Þau voru í fyrstu í húsmennsku á Tjörnum u. V-Eyjafjöllum, bjuggu í Ámundakoti í Fljótshlíð 1882-1897, á Kirkjulandi í A-Landeyjum 1897-1901, en þá lést Þórður.
Kristólína bjó á Kirkjulandi til ársins 1903, en fluttist þá til Magnúsar sonar síns og Ingibjargar í Dal, var hjá Kristínu dóttur sinni og Sigurjóni Högnasyni á Borg við Heimagötu 1920 og við andlát 1937.

I. Maður Kristólínu, (1. janúar 1880), var Þórður Loftsson bóndi, f. 20. ágúst 1853 á Tjörnum, d. 21. október 1901 á Kirkjulandi.
Börn þeirra í Eyjum voru:
1. Magnús Þórðarson formaður í Dal, f. 19. september 1879, drukknaði 14. janúar 1915.
2. Jóhanna Guðrún Þórðardóttir húsfreyja í Vestra Stakkagerði, f. 2. apríl 1882, d. 3. september 1923.
3. Kristín Þórðardóttir húsfreyja á Borg, f. 29. febrúar 1888, d. 14. mars 1948.
4. Ágúst Þórðarson fiskimatsmaður á Aðalbóli, f. 22. ágúst 1893, d. 26. ágúst 1977.
5. Guðbjörg Þórðardóttir húsfreyja, f. 31. ágúst 1894, d. 4. desember 1984.
6. Gísli Þórðarson sjómaður í Dal, f. 10. júní 1896, d. 13. febrúar 1920.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.