Þórunn Guðmundsdóttir (Hæli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Þórunn Guðmundsdóttir og Þorsteinn Gíslason.

Þórunn Guðmundsdóttir húsfreyja í Selshjáleigu og Bryggjum í A-Landeyjum, síðar á Hæli fæddist 2. júní 1864 í Búðarhólshjáleigu í A-Landeyjum og lést 24. mars 1930.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Diðriksson bóndi í Efri-Úlfsstaðahjáleigu (Sléttubóli) í A-Landeyjum, f. 8. nóvember 1839 í Hólmi, drukknaði við Eyjar 25. mars 1893, og fyrri bústýra hans Sigríður Árnadóttir bónda í Rimakoti Pálssonar, f. 30. júní 1838, d. 10. apríl 1910.

Ættbálkur Þórunnar í Eyjum er langur. Sjá Björgu Árnadóttur húsfreyju á Vilborgarstöðum.

Þegar Þórunn fæddist voru foreldrar hennar í vinnumennsku. Hún var 6 ára niðursetningur á Búðarhóli 1870, 16 ára vinnukona þar 1880.
Hún bjó með Hreini og Guðbjörgu Sigríði á fyrsta ári í Selshjáleigu í A-Landeyjum 1890. Þau Hreinn giftu sig 1892 og bjuggu í Selshjáleigu til 1901 og á Bryggjum þar til 1904, er Hreinn lést.
Þórunn bjó þar áfram til 1905, en bjó síðan með Þorsteini Gíslasyni í Hallgeirseyjarhjáleigu í A-Landeyjum til 1921. Þau giftu sig 1906, eignuðust tvo syni, misstu annan þeirra á fyrsta ári.
Þau fluttust að Hæli í Eyjum og bjuggu hjá Hannesi syni Þórunnar með Jóhann Kristinn hjá sér.
Þórunn lést 1930. Þorsteinn fluttist til Reykjavíkur á síðari hluta 4. áratugarins og lést þar 1954.

Þórunn var tvígift.
I. Fyrri maður hennar, (28. maí 1892), var Hreinn Skúlason bóndi og formaður við Landeyjasand, f. 18. febrúar 1861 í Hólmum í Landeyjum, d. 26. júní 1904.
Börn þeirra:
1. Guðbjörg Sigríður Hreinsdóttir húsfreyja á Litla-Hrauni, f. 6. maí 1890, d. 24. desember 1951.
2. Hannes Hreinsson sjómaður, fiskimatsmaður á Hæli, f. 2. október 1892, d. 28. maí 1983.
3. Ásta Hreinsdóttir, f. 7. nóvember 1895, d. 6. desember 1897.

II. Síðari maður Þórunnar, (31. desember 1906), var Þorsteinn Gíslason bóndi og formaður við Sandinn, síðar afgreiðslumaður hjá Ísfélaginu, f. 31. janúar 1965 á Miðhúsum í Hvolhreppi, d. 25. september 1954.
Börn þeirra:
4. Jóhann Kristinn Þorsteinsson málari, efnafræðingur, f. 23. ágúst 1906, d. 20. apríl 1988.
5. Elías Ársæll Þorsteinsson, f. 24. desember 1909, d. 11. ágúst 1910.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Magnús Haraldsson.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.