Þórarinn Magnússon (Grundarbrekku)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 21. október 2019 kl. 17:42 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. október 2019 kl. 17:42 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Þórarinn Magnússon (Grundarbrekku)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Magnús Þórarinn Magnússon.

Magnús Þórarinn Magnússon frá Grundarbrekku, sjómaður, verkamaður fæddist 24. maí 1912 í Fagradal, Bárustíg 16a og lést 20. febrúar 1978.
Foreldrar hans voru Magnús Eyjólfsson á Grundarbrekku, sjómaður, verkamaður, f. 13. mars 1862 í Tobbakoti í Þykkvabæ í Rang., d. 26. júlí 1940, og kona hans Þorbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 21. október 1872 í Norðurgarði í Mýrdal, V-Skaft., d. 2. ágúst 1945.

Börn Þorbjargar og Magnúsar:
1. Friðrik Halldór Magnússon, f. 15. apríl 1904 í Nýjabæ, d. 16. janúar 1978.
2. Guðrún Guðríður Magnúsdóttir, f. 27. júlí 1906 í Fagradal, d. 20. maí 1987.
3. Andvana drengur, f. 11. janúar 1909.
4. Magnús Þórarinn Magnússon, f. 24. maí 1912 í Fagradal, d. 20. febrúar 1978.
Börn Magnúsar og Guðrúnar Runólfsdóttur bónda í Snotru í Þykkvabæ:
5. Guðrún Magnúsdóttir húsfreyja í Suður-Nýjabæ í Þykkvabæ, tvíburi, f. 25. júní 1886, d. 17. janúar 1979. Maður hennar var Gísli Gestsson.
6. Gísli Magnússon tvíburi, skipstjóri, útgerðarmaður í Skálholti, f. 25. júní 1886, d. 2. maí 1962.

Þórarinn var með foreldrum sínum í æsku, var með þeim í Fagradal og fluttist með þeim að Grundarbrekku.
Hann bjó í Pétursey hjá Halldóri bróður sínum 1940 og 1945, þar leigjandi hjá Þórði Stefánssyni og Ingibjörgu Haraldsdóttur 1949, en síðar hjá Halldóri að Ásavegi 12 og þar var hann við Gos.
Hann var sjómaður, síðan starfsmaður í Fiskimjölsverksmiðjunni, en á miðjum aldri varð hann fyrir áfalli, sem dróg úr starfsþreki hans og þurfti hann að dveljast á sjúkrahúsi um 12 ára skeið.
Magnús Þórarinn lést 1978.
Hann var ókvæntur.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.