Ívar Gunnarsson (skipasmíðameistari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 2. október 2019 kl. 16:23 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 2. október 2019 kl. 16:23 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Ívar Gunnarsson (skipasmíðameistari)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Ívar Gunnarsson frá Akranesi, skipasmíðameistari fæddist þar 21. desember 1956.
Foreldrar hans voru Gunnar Sveinn Júlíusson járnsmiður, málmiðnaðarmaður, f. 30. mars 1928, d. 17. janúar 2008, og kona hans Anna Daníelsdóttir húsfreyja, f. 1. ágúst 1931, d. 3. júní 1999.

Ívar nam skipasmíðar hjá Þorgeiri og Ellert á Akranesi og lauk námi 1978.
Hann fluttist til Eyja 1978, hefur stundað iðn sína og sjómennsku.
Þau Erla eignuðust eitt barn, en skildu.
Þau Bjarney giftu sig 1988, eignuðust þrjú börn, en misstu elsta barnið 2003. Barn Ívars var með þeim að hluta.
Þau bjuggu í fyrstu á Helgafellsbraut 9, en hafa síðan búið á Búastaðabraut 5 í tuttugu og fimm ár.

Ívar er tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans er Sigríður Ólafsdóttir húsfreyja, f. 23. ágúst 1958. Þau skildu. Foreldrar hennar voru Ólafur Jónsson frá Katanesi á Hvalfjarðarströnd, bóndi, síðan húsvörður í Reykjavík, f. 10. júní 1922, d. 1. september 2004, og kona hans Sigríður Þóra Sigurjónsdóttir húsfreyja á Katanesi og Akranesi, f. 3. nóvember 1926, d. 8. janúar 2016.
Barn þeirra:
1. Sigríður Þóra Ívarsdóttir förðunarfræðingur, býr í Noregi, f. 28. janúar 1979.

II. Síðari kona Ívars, (16. júlí 1988), er Bjarney Pálsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 5. september 1961.
Börn þeirra:
1. Anna Ragnheiður Ívarsdóttir framhaldsskólanemi, f. 4. desember 1986, d. af slysförum 11. maí 2003.
2. Rakel Ýr Ívarsdóttir sjúkraliðanemi, f. 12. mars 1990.
3. Páll Eydal Ívarsson nemi, f. 12. ágúst 1997.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.