Bjarney Pálsdóttir (sjúkraliði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Bjarney Pálsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, fæddist 5. september 1961.
Foreldrar hennar voru Páll Eydal Jónsson frá Garðstöðum, slippstjóri, ísláttarmaður, f. 6. desember 1919, d. 27. október 1996, og kona hans Ragnheiður Valdórsdóttir frá Eskifirði, húsfreyja, f. 19. desember 1918, d. 8. nóvember 2001.

Börn Ragnheiðar og Páls Eydals:
1. Borgþór Eydal Pálsson vélstjóri, vélvirkjameistari, verkstjóri, f. 27. september 1941. Kona hans er Guðbjörg Októvía Andersen.
2. Guðrún Pálsdóttir húsfreyja, fiskverkakona á Vopnafirði, f. 15. mars 1949. Maður hennar er Reynir Árnason.
3. Bjarney Pálsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 5. september 1961. Maður hennar er Ívar Gunnarsson.

Bjarney var með foreldrum sínum í æsku, á Boðaslóð 16 og Áshamri 69.
Hún lauk sjúkraliðanámi í Sjúkraliðaskóla Íslands 1981, vann nokkra mánuði á Akureyri, en síðan við Heilbrigðisstofnunina í Eyjum.
Þau Ívar giftu sig 1988, eignuðust saman þrjú börn, en misstu eitt þeirra 17 ára gamalt. Þau bjuggu í fyrstu á Helgafellsbraut 9, en hafa þau búið á Búastaðabraut 5 í tuttugu og fimm ár.

I. Maður Bjarneyjar, (16. júlí 1988), er Ívar Gunnarsson skipasmíðameistari, f. 21. desember 1956 á Akranesi.
Börn þeirra:
1. Anna Ragnheiður Ívarsdóttir framhaldsskólanemi, f. 4. desember 1986, d. af slysförum 11. maí 2003.
2. Rakel Ýr Ívarsdóttir sjúkraliðanemi, f. 12. mars 1990.
3. Páll Eydal Ívarsson nemi, f. 12. ágúst 1997.
Barn Ívars og fósturbarn Bjarneyjar að hluta:
4. Sigríður Þóra Ívarsdóttir förðunarfræðingur í Noregi, f. 28. janúar 1979.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.