Sigurbjörg Ólafía Einarsdóttir Forberg

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. ágúst 2019 kl. 16:38 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. ágúst 2019 kl. 16:38 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Sigurbjörg Ólafía Einarsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Sigurbjörg Ólafía Einarsdóttir Forberg frá Velli, húsfreyja, skrifstofumaður, afgreiðslumaður fæddist 28. september 1939 á Skólavegi 25.
Foreldrar hennar voru Einar Geir Lárusson frá Velli, bifreiðastjóri, verslunarmaður, f. 24. september 1913, d. 22. ágúst 1997, og kona hans Stígheiður Þorsteinsdóttir frá Brekkum í Mýrdal, húsfreyja, f. 5. ágúst 1903, d. 30. ágúst 1999.

Börn Stígheiðar og Einars Geirs:
1. Sigurbjörg Ólafía Einarsdóttir Forberg, húsfreyja, skrifstofumaður, afgreiðslumaður, f. 28. september 1939 á Skólavegi 25. Maður hennar er Olaf Forberg.
2. Elsa Dóróthea Einarsdóttir húsfreyja, starfsmaður hjá Flugleiðum, f. 22. febrúar 1942. Maður hennar, skilin, var Steingrímur Skagfjörð.
3. Þorsteinn Einar Einarsson bifvélavirki, f. 20. maí 1946. Kona hans var Eygló Bogadóttir, látin.

Sigurbjörg var með foreldrum sínum í æsku, með þeim á Velli 1940, og fluttist með þeim til Reykjavíkur 1941.
Hún stundaði skrifstofu- og afgreiðslustörf.
Sigurbjörg eignaðist barn með Haraldi 1962.
Þau Olaf giftu sig 1973, eignuðust tvö börn, búa í Reykjavík.

I. Maður Sigurbjargar Ólafíu, (28. september 1973), er Olaf Forberg rafvirkjameistari, f. 31. október 1940. Foreldrar hans voru Olaf Forberg fulltrúi, verslunarmaður, f. 8. ágúst 1912, d. 15. ágúst 1957, og kona hans Ásthildur Guðmundsdóttir Forberg húsfreyja, f. 12. nóvember 1914, d. 15. febrúar 1997.
Börn þeirra:
1. Tryggvi Forberg flugmaður, trésmiður, f. 19. ágúst 1971. Kona hans er Mary Forberg.
2. Ívar Örn Forberg iðnaðarmaður, f. 30. júlí 1964. Kona hans er Margrét Dalmar.
Barn Sigurbjargar með Haraldi Eiríkssyni, f. 10. janúar 1940:
3. Súsanna Sigurbjargardóttir Forberg húsfreyja, dagmóðir, f. 21. maí 1962. Maður hennar er Einar Ásgeirsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.