Einar Geir Lárusson (Velli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Einar Geir Lárusson frá Velli, leigubifreiðastjóri, bílaviðgerðamaður, verslunarmaður fæddist 24. september 1913 á Velli og lést 22. ágúst 1997.
Foreldrar hans voru Lárus Halldórsson bóndi, útgerðarmaður, fiskkaupandi á Velli, síðar verkamaður á Gunnarshólma, f. 18. febrúar 1873 á Rauðafelli u. Eyjafjöllum, d. 11. apríl 1957, og kona hans Elsa Dóróthea Ólafsdóttir húsfreyja, f. 27. júlí 1879 í London, d. 27. september 1956.

Börn Elsu Dórótheu og Lárusar:
1. Ólafía Halldóra Lárusdóttir vinnukona, f. 27. október 1902, d. 9. mars 1925.
2. Óskar Lárusson sjómaður, f. 6. ágúst 1905, d. 1. nóvember 1955.
3. Ágúst Theodór Lárusson sjómaður, f. 13. ágúst 1907, d. 7. júlí 1933.
4. Ólafur Lárusson málarameistari, f. 16. september 1909, d. 14. ágúst 1973.
5. Einar Geir Lárusson bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 24. september 1913, d. 22. ágúst 1997.
6. Unnur Halla Lárusdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 26. september 1916, d. 20. desember 2004.

Einar var með foreldrum sínum í æsku, var með þeim á Velli 1920. Þeir skildu um 1923 og Einar var með móður sinni á Velli 1930.
Hann eignaðist barn með Jónínu 1937, var bifreiðastjóri á Velli 1940 með Stígheiði og barni þeirra Sigurbjörgu Ólafíu.
Þau Stígheiður giftu sig 1941, eignuðust þrjú börn. Þau fluttust til Reykjavíkur 1941, skildu 1951.
Einar Þór ók leigubíl hjá Hreyfli í 10 ár. Hann vann síðar um árabil að bílaviðgerðum hjá Agli Vilhjálmssymi, var verslunarmaður hjá Byko í 6 ár og rak jafnframt saumaverkstæðið "Signu" ásamt annari eiginkonu sinni Sigrúnu Elínborgu í átta ár. Síðustu starfsár vann Einar hjá Vogi hf. eða í 11 ár, en hætti síðan fyrir aldurs sakir.
Einar Geir kvæntist Sigrúnu Elínborgu og bjó með henni á Nýbýlavegi 27 og ráku þau saumaverkstæðið "Signu" í húsinu.
Sigrún Elínborg lést 1971.
Einar Geir kvæntist Sigríði þriðju eiginkonu sinni og bjó með henni á Háaleitisbraut, síðar á Laugarnesvegi, en síðustu árin bjuggu þau í íbúð fyrir aldraða í Norðurbrún 1.
Sigríður lést 1994 og Einar 1997.

I. Barnsmóðir Einars Geirs var Jóna Guðríður Hjörleifsdóttir á Gunnarshólma, síðar í Reykjavík, f. 11. júní 1919, d. 6. júní 1989.
Barn þeirra:
1. Theodór Ragnar Einarsson, f. 24. apríl 1937 á Gunnarshólma, Vestmannabraut 37, d. 12. nóvember 2002. Hann var fóstraður hjá Lárusi afa sínum á Gunnarshólma.

Einar Geir var þríkvæntur.
II. Fyrsta kona Einars Geirs, (1. janúar 1941, skildu um 1951), var Stígheiður Þorsteinsdóttir frá Brekkum í Mýrdal, þá vinnukona á Skólavegi 25, f. 5. ágúst 1903, d. 30. ágúst 1999.
Börn þeirra:
2. Sigurbjörg Ólafía Einarsdóttir Forberg, húsfreyja, skrifstofumaður, afgreiðslumaður, f. 28. september 1939 á Skólavegi 25. Maður hennar Olaf Forberg.
3. Elsa Dóróthea Einarsdóttir húsfreyja, starfsmaður hjá Flugleiðum, f. 22. febrúar 1942. Maður hennar, skilin, var Steingrímur Skagfjörð.
4. Þorsteinn Einar Einarsson bifvélavirki, f. 20. maí 1946. Kona hans var Eygló Bogadóttir, látin.

III. Önnur kona Einars Geirs var Sigrún Elínborg Guðjónsdóttir frá Syðsta-Koti í Miðneshreppi, Gull., f. 7. október 1904, d. 10. febrúar 1971. Foreldrar hennar voru Guðjón Þorkelsson frá Miðkoti í Landeyjum, útvegsbóndi, f. 18. ágúst 1863, d. 17. apríl 1945 og kona hans Þorbjörg Benónýsdóttir úr Holtssókn u. Eyjafjöllum, húsfreyja, ljósmóðir, f. 26. maí 1868, d. 6. janúar 1949.

IV. Þriðja og síðasta kona Einars Geirs var Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, saumakona, f. 10. nóvember 1911, d. 8. júlí 1994. Foreldrar hennar voru Sigurður Kristinn Gíslason sjómaður, f. 23. maí 1884, d. 8. mars 1974, og kona hans Ólafía Ragnheiður Sigurþórsdóttir húsfreyja, f. 28. nóvember 1887, d. 19. nóvember 1977.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 3. september 1997. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Sigurbjörg Ólafía.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.