Sigríður Einarsdóttir (Skálholti)
Októvía Sigríður Einarsdóttir frá Sandhúsi í Mjóafirði eystra, húsfreyja fæddist 15. desember 1891 og lést 24. ágúst 1964.
Foreldrar hennar voru Einar Eyjólfsson húsmaður, bóndi, síðar í Reykjavík, húsbóndi í Árnahúsi þar 1901, f. 1857, og kona hans Sigríður Ólafsdóttir húsfreyja, f. 14. mars 1864, d. 8. maí 1941.
Sigríður fluttist úr Mjóafirði til Reykjavíkur með foreldrum sínum 1894-1895.
Hún var niðursetningur á Laufásvegi 13a 1901.
Hún flutti til Eyja 1908, 17 ára, var 18 ára vinnukona á Miðhúsum 1909.
Þau Gísli giftu sig 1910, eignuðust sex börn, en misstu eitt þeirra á fjórða ári þess. Þau bjuggu á Akri við Landagötu 1910, í Skálholti við Landagötu 1912 og enn 1925, voru komin í hús sitt Skálholt við Urðaveg 1927, misstu það í kreppunni á fjórða áratugnum.
Þau bjuggu í Kirkjuhvammi við Kirkjuvegi 43 1940 og 1945, en í Sólhlíð 3 1949 og síðan.
Gísli lést 1962 og Sigríður 1964.
I. Maður Októvíu Sigríðar, (1910), var Gísli Magnússon skipstjóri og útgerðarmaður, f. 24. júní 1886, d. 2. maí 1962.
Börn þeirra:
1. Sigríður Margrét Gísladóttir húsfreyja, f. 5. febrúar 1912 í Skálholti-eldra, d. 20. maí 2010.
2. Óskar Gíslason skipstjóri, f. 6. mars 1913 í Skálholti-eldra, d. 19. janúar 1983.
3. Ágústa Gísladóttir húsfreyja, f. 24. ágúst 1914 í Skálholti-eldra, d. 15. ágúst 1941.
4. Haraldur Gíslason verkstjóri, f. 28. febrúar 1916 í Skálholti-eldra, d. 22. júní 1996.
5. Garðar Þorvaldur Gíslason vélvirki, kafari, f. 22. júní 1931 í Skálholti-yngra, d. 17. júní 2013.
6. Erna Gísladóttir, f. 8. mars 1933 í Skálholti-yngra, d. 21. júní 1936.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Mjófirðingasögur. Vilhjálmur Hjálmarsson. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1987-1990.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.