Árni Rosenkjær

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. maí 2022 kl. 20:54 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. maí 2022 kl. 20:54 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Árni Karlsson Rosenkjær.

Árni Karlsson Rosenkjær fæddist 28. febrúar 1932 í Sunnudal, (Kirkjuvegi 28).
Foreldrar hans voru Carl Rosenkjær verslunarmaður, f. 11. apríl 1895, d. 16. mars 1939, og sambýliskona hans Ágústína (Ágústa) Jónsdóttir húsfreyja, f. 11. mars 1906 í Framnesi í Hraunshverfi á Eyrarbakka, d. 1. nóvember 1989.

Þrjár systur Árna af fyrra hjónabandi föður hans dvöldu í Eyjum í nokkur ár, áður en Árni fæddist. Fjörða hálfsystir hans fæddist í Danmörku 1925 skömmu eftir komu móður þeirra þangað.
Þær voru:
1. Inger.
2. Lys.
3. Alley.
4. Jytte.

Árni var með foreldrum sínum í Sunnudal við fæðingu og í Dagsbrún 1934, síðan skamma stund á Landagötu 21, en á Bakkastíg við andlát föður síns 1939.
Hann missti föður sinn 7 ára gamall, var með móður sinni í Eyjum til 1944, er þau fluttust til Hafnarfjarðar.
Árni lærði rafvirkjun í Reykjavík, tók sveinspróf 1954 og fékk meistararéttindi 3 árum síðar. Hann stundaði iðnina lengst í Reykjavík.
Árni býr í Hafnarfirði.

Kona Árna, (21. apríl 1960), var Guðríður Karlsdóttir húsfreyja, stúdent, kennari, f. 24. apríl 1938, d. 9. júní 2019.
Foreldrar hennar voru Karl I. Jónasson bifreiðastjóri, stöðvarstjóri í Reykjavík, f. 15. júní 1900, d. 18. október 1952 og Guðný Guðlaugsdóttir hótelstýra, síðar húsfreyja í Reykjavík, f. 16. apríl 1912, d. 20. júlí 1997.
Börn þeirra Guðríðar:
1. Karl Ingi Rosenkjær, f. 5. október 1955. Kona hans er Selma Guðnadóttir.
2. Guðrún Hildur Rosenkjær, f. 31. mars 1962. Maður hennar er Ásmundur Kristjánsson.
3. Ágústa Ýr Rosenkjær, f. 9. júlí 1963. Maður hennar er Jóhann Viðarsson.
4. Guðný Birna Rosenkjær, f. 27. maí 1969. Maður hennar er Sigurjón Einarsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Árni Rosenkjær.
  • Bergsætt II. útgáfa. Guðni Jónsson 1966.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 19. júní 2019. Minning Guðríðar Karlsdóttur.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.