Carl Rosenkjær

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Carl Rosenkjær kaupmaður fæddist 11. apríl 1895 í Kaupmannahöfn og lést 16. mars 1939.
Foreldrar hans voru Hans Rosenkjær kennari, jarðfræðingur og fornleifafræðingur í Kaupmannahöfn, f. 24. ágúst 1851, d. 8. september 1907, og kona hans Johanne Rosenkjær, fædd Rasmussen 12. júní 1860.

Carl fluttist með konu sína og a.m.k. eitt barn til Eyja, líklega 1923, leigði á Sunnuhvoli með Lilly og Ali eins árs barni þeirra 1923, (Sóknarm.tal 1923), bjó þar 1924 með Lilly og þrem dætrum.
Hann var verslunarmaður í Herjólfsbæ við Heimagötu 2 1927 án konu og barna.
Kona hans fór til Danmerkur með dæturnar og var ófrísk af 4 dótturinnu. Hjónin skildu.
Carl bjó með Ágústínu og eignaðist með henni Árna 1932. Þau bjuggu í Sunnudal við Kirkjuveg 28 við fæðingu Árna, síðar í Dagsbrún um skeið, þá á Landagötu 21 skamma stund, en við Bakkastíg við andlát Carls 1939.

I. Kona Carls var Lilly Rosenkjær húsfreyja, fædd Hansen 25. desember 1897. Þau skildu.
Börn þeirravoru:
1. Inge Rosenkjær, f. 12. júní 1919.
2. Lis Rosenkjær, f. 6. desember 1920.
3. Ali Rosenkjær, f. 21. febrúar 1922.
4. Jytte Rosenkjær, f. 2. júlí 1925.

II. Sambýliskona Karls var Ágústína (Ágústa) Jónsdóttir húsfreyja, ráðskona, f. 11. mars 1906, d. 1. nóvember 1989.
Barn þeirra:
5. Árni Karlsson Rosenkjær rafvirkjameistari í Hafnarfirði, f. 28. febrúar 1932 í Eyjum.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Árni Rosenkjær.
  • Bergsætt II. útgáfa. Guðni Jónsson 1966.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.